Lögreglustöðin við Hverfisgötu verður vinnustaður Höllu Bergþóru frá 11. maí.
Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, verður næsti lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa hana lögreglustjóra frá 11. maí næstkomandi.
Fjórir sóttu um embættið en einn þeirra, Jón H.B. Snorrason, dró umsókn sína til baka. Halla hefur verið lögreglustjóri á Norðurlandi eystra síðan 2015. Þar á undan var hún sýslumaður á Akranesi frá 2009.