fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Andrés gagnrýnir Víði – Ekki hlutverk lögreglumanna að veita fjölmiðlum aðhald

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 30. apríl 2020 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrés Magnússon, pistlahöfundur hjá Viðskiptablaðinu, gagnrýnir Víði Reynisson yfirlögregluþjón í nýrri fjölmiðlarýn sinni í blaðinu. Tilefni gagnrýninnar er einn efnisliður í tillögu Víðis að samfélagssáttmála um umgengni og lífshætti á komandi mánuðum í skugga kórónuveirunnar.

Efnisliðurinn er svohljóðandi: „Nota fréttir frá traustum miðlum til að styðjast við í umræðum“

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, ritstjóri Kvennablaðsins, gagnrýndi Víði harðlega fyrir þetta um daginn, og sagði í opnu bréfi til yfirlögregluþjónsins:

„Þjóðaröryggisráð hefur skipað sérstaka nefnd til að kortleggja upplýsingaóreiðu á Íslandi. Ekki láta draga þig inn í slíkt hættuspil, Víðir. Valdhafar á Íslandi hafa með skipun slíkrar nefndar sýnt að þeir vilja stjórna því hvernig fólk hugsar. Gleymdu ekki að það er í lögum um hlutverk lögreglu að aðstoða borgara þegar hætta steðjar að.“

Sjá einnig: Steinunn Ólína sakar Víði um að gerast handbendi ritskoðunarafla

Í pistli sínum í Viðskiptablaðinu ræðir Andrés fjölmiðlafrelsi vítt og breitt og meðal annars út frá árlegri skýrslu alþjóðasamtakanna Blaðamenn án landamæra um fjölmiðlafrelsi. Ísland er þar í 15. sæti og hefur fallið um eitt sæti milli ára. Andrés veltir því fyrir sér hvort skýrsla samtakanna á næsta ári muni geyma þá niðurstöðu að fjölmiðlafrelsi á Íslandi hafi aukist eða minnkað eftir þá breytingu að fjölmiðlar séu farnir að njóta styrkja frá fjárveitingavaldinu en einkareknir fjölmiðlar verða styrktir um samtals 350 milljónir króna á þessu ári.

Andrés minnir á nýstofanaðan vinnuhóp þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu og COVID-19. Hópurinn hefur nýlega birt verkáætlun sína á vef stjórnarráðs. Um hlutverk hópsins segir:

„Hlutverk vinnuhópsins er að kortleggja hugsanlegar birtingarmyndir og umfang upplýsingaóreiðu um COVID-19 hér á landi. Jafnframt er hlutverk vinnuhópsins að gera tillögur að aðgerðum til þess auðvelda aðgengi að traustum heimildum og upplýsingum með hliðsjón af sambærilegum aðgerðum í nágrannaríkjum.“

Andrés veltir upp spurningum um hvaða þróun er varðar fjölmiðlafrelsi sé hér að verða, að ríkið ætli að styrkja fjölmiðla á sama tíma og það tekur að sér að kortleggja hvaða fjölmiðlar eru að veita æskilegar upplýsingar og hverjir ekki. Hann segir að framtak Víðis yfirlögregluþjóns sé síst til þess fallið að róa hann:

„Ekki ætlar fjölmiðlarýnir að gera lítið úr nauðsyn þess að fjölmiðlar fái aðhald, en að er fjandakornið ekki hlutverk lögreglunnar að hlutast til um það. Ekki í lýðræðisríkjum.“

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu