Aðeins tveir greindust með COVID-19 smit síðasta sólarhring en um 500 sýni voru tekin.
Á upplýsingafundi dagsins sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að það mætti búast við þessu áfram, þ.e. einstaka smitum.
Enginn er lengur á gjörgæslu vegna sjúkdómsins en 30 hafa þurft að fara á gjörgæslu, þar af 18 í öndunarvél. Eðli máls samkvæmt er enginn í öndunarvél núna.
Framundan er aflétting á samkomubanni í skrefum, og hún hefst næstkomandi mánudag, 4. maí.