fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Fréttir

Þröstur styrkti Viðreisn með fé sem hann dró sér frá ADHD-samtökunum – „Mannlegur harmleikur“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 29. apríl 2020 17:26

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er auðvitað bara mannlegur harmleikur,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, um mál Þrastar Emilssonar, sem í dag var fundinn sekur í Héraðsdómi Reykjaness um fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti í starfi sínu sem framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna. Upphæðin sem Þröstur misfór með á þriggja ára tímabili nemur rúmlega 9 milljónum króna.

Sjá einnig: Þröstur Emilsson dæmdur fyrir fjárdrátt og þarf að sitja í fangelsi

Af þessu fé fóru 100.000 krónur í styrk til Viðreisnar en Þröstur var á framboðslista flokksins í sveitarstjórnarkosningunum árið 2018. DV hafði samband við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann flokksins. Sagði hún að upphæðin hefði verið endurgreidd ADHD-samtökunum fljótlega eftir að málið kom upp árið 2018, en þá var Þröstur rekinn úr starfi sínu hjá samtökunum og kærður til lögreglu.

„Þegar þetta mál kom upp fórum við ofan í saumana á öllu varðandi það sem viðkom fjármálum flokksins, framkvæmdastjórinn fór yfir þetta og hafði samband meðal annars við ADHD-samtökin og allt var endurgreitt sem Þröstur hafði greitt og kom ekki persónulega frá honum sjálfum.“

„Þetta er auðvitað bara mannlegur harmleikur. Hann var ótrúlega duglegur og öflugur maður. En þannig er þetta bara, framkvæmdastjóri flokksins fór kerfisbundið yfir þetta og var í nánum samskiptum við samtökin. Ég veit ekki betur en Þröstur hafi reynt að gera eins hreint fyrir sínum dyrum og hægt var en það er léttir að kominn sé dómur og þar með endanleg niðurstaða í þetta mál.“

Eins og kom fram í frétt DV um málið fyrr í dag játaði Þröstur skýlaust öll brot sín og nýtti sér ekki þjónustu verjanda við málaferlin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári