fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Fréttir

Björg hafði pakkað í töskur áður en hún hvarf

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 17. apríl 2020 10:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björg Ólavía Ólafsdóttir, sem saknað hefur verið síðan á mánudag, fór að heiman frá sér með tvær til þrjár ferðatöskur. Hún fór á bíl sínum sem er grár tvílitur Hunday Santa Fe, með skráningarnúmer TR310.

Systir Bjargar segir í samtali við DV að mynd sem birt hefur verið af bíl í tilkynningu lögreglu og fréttum fjölmiðla af málinu sé villandi. Bíllinn sé ekki silfurgrár eins og myndin sýni heldur ljós að ofan og dekkri er neðar dregur. Ekki er til ljósmynd af bílnum.

Björg býr með móður sinni í Hlégerði í vesturhluta Kópavogs. Þaðan fór hún um um fjögurleytið síðdegis á mánudaginn. Að sögn móðurinnar, sem ræddi stuttlega við DV,  kvaddi Björg orðalaust og hafði þegar pakkað niður í töskurnar þegar móðir hennar var vör við þær. Að sögn móðurinnar sagði Björg ekkert er hún fór að heiman og kvaddi ekki.

Samkvæmt frétt á mbl.is er skipulögð leit ekki enn hafin þar sem ekki er búið að afmarka leitarsvæði til að hefja leit á. Gerð var leit að bíl Bjargar í Heiðmörk í gær en án árangurs.

Björg birti opna færslu á Facebook-síðu sinni á mánudaginn, sama dag og hún hvarf. Færslan er persónuleg en óljós, en ber þó vitni um nokkurt uppnám.

Björg er fædd árið 1971. Hún er 171 cm á hæð, þrek­vax­in og með brúnt axlasítt hár. Hún er klædd í svarta úlpu. Þeir sem geta gefið upp­lýs­ing­ar um ferðir Bjarg­ar eða vita hvar hún er niður­komin eru beðnir um að hafa samband við lög­regl­una í síma 112.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Hraðbanka Íslandsbanka stolið í nótt

Hraðbanka Íslandsbanka stolið í nótt
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“
Fréttir
Í gær

Kennaraverkfall kom afar illa við fatlaða stúlku – Stuðningsfulltrúa sem var ekki í verkfalli meinað að sinna henni

Kennaraverkfall kom afar illa við fatlaða stúlku – Stuðningsfulltrúa sem var ekki í verkfalli meinað að sinna henni
Fréttir
Í gær

Segir Carbfix hafa hefnt sín á Heimildinni fyrir gagnrýna umfjöllun

Segir Carbfix hafa hefnt sín á Heimildinni fyrir gagnrýna umfjöllun