Alma Möller landlæknir kynnti tölur dagsins varðandi COVID-19 faraldurinn á upplýsingafundi. Kom fram að smit síðasta sólarhringinn voru aðeins 12 en 618 sýni voru tekin. Þess má geta að 24. mars greindust yfir 100 smit á einum sólarhring.
Búið er að taka yfir 35 þúsund sýni sem samsvarar 10% þjóðarinnar.
Alma sagði að faraldurinn væri á niðurleið og samfélagslegt smit væri lítið. Það má þakka þeim fjölmörgu samfélagslegu aðgerðum sem gripið hefur verið til. Talið er að það verði viðvarandi smit en í litlum mæli og hópsýkingar geti komið upp en þá þarf að grípa til harðari aðgerða.
Blaðamenn spurði ákaft hversu mikið samskiptahömlum verði aflétt eftir 4. maí og svarið var að það liggur ekki fyrir ennþá. Verður það hugsanlega tilkynnt í næstu viku.