Rithöfundurinn, Halldór Högurður birti í dag áhuguverða færslu á facebook, þar sem hann bendir á fremur sérstaka tilviljun er varðar forsætisráðherra breta, Boris Johnson. Boris er líkt og flestir vita smitaður af COVID-19 sjúkdómnum, en í vikunni var hann lagður inn á gjörgæslu vegna veikinda sinna.
Margir hafa óttast um heilsu forsætisráðherrans, en talsmenn hans hafa verið duglegir um að segja fólki að ekkert sé að óttast. Rishi Sunak, Þingmaður og flokksmeðlimur Borisar sagði í dag að hann væri við góða heilsu og sæti í sjúkrarúmi sínu á spítalanum. Það er í sjálfu sér ekkert sérstakt, nema jú að nákvæmlega sama orðalag var notað um Margareti Thatcher áður en hún lést: „Sitting up in bed,“
Ekki nóg með það, heldur lést Thatcher áttunda apríl árið 2013, en glöggir lesendur átta sig á því að í dag er einmitt áttundi apríl. Thatcher gegndi embætti forsætisráðherra Bretlands hjá Íhaldsflokknum, frá 1979 til 1990. Hún var gríðarlega umdeild í starfi, líkt og Boris.