fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Banaslys í miðbænum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 8. apríl 2020 08:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Banaslys varð í miðbænum í gær er maður fæddur árið 1992 féll niður til jarðar af fjórðu hæð á fjölbýlishúsi. Talið maðurinn hafi verið verið að klifra utan á húsinu.

Lögregla hefur ekki gefið út tilkynningu um málið en heimildir DV um það eru öruggar.

Hafin er umræða um atvikið á Facebook. Margir kveðja unga manninn á Facebook-síðu hans. Ein kona segir:

Ég á óteljandi minningar af þér og hversu frábær þú varst, þó svo að við höfðum ekki mikið hist undanfarin ár, áttirðu alltaf stóran stað í hjartanu mínu og alltaf einn af mínum bestu.

Margar kveðjur eru í svipuðum anda, fólk minnist dýrmætra stunda með hinum látna þegar honum vegnaði vel í lífinu, en að slitnað hafi upp úr samskiptum í seinni tíð.

Uppfært – Tilkynning frá lögreglu: Eftirfarandi tilkynning hefur borist frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um atvikið:

„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú andlát karlmanns á þrítugsaldri. Maðurinn fannst mikið slasaður við hús í miðborg Reykjavíkur í fyrrinótt og var fluttur á slysadeild. Hann lést svo á Landspítalanum um miðjan dag í gær. Rannsókn lögreglu beinist m.a. að því með hvaða hætti maðurinn féll fram af húsinu.

Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd