fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Liðlega sjötug kona lést á Landspítalanum af völdum COVID-19

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 24. mars 2020 00:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýjasta tölublaði Fréttablaðsins kemur fram að eldri íslensk kona, með undirliggjandi sjúkdóm, sé látin vegna COVID-19 sjúkdómsins. Hún lést í gær, mánudaginn 23. mars, og var þar af leiðandi fyrsti Íslendingurinn til að látast af veirunni sem herjað hefur á heiminn undanfarna mánuði.

Fréttablaðið hafði samband við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, en hún vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Það sama má segja um Þórólf Gunnarsson, sóttvarnarlækni.

Líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum er um annað andlátið að ræða hérlendis, en ástralskur ferðamaður á Húsavík lést vegna veirunnar í seinustu viku.

Líkt og flestum er kunnugt ríkir nú samkomubann sem á við um allar samkomur þar sem að fleiri en tuttugu manns koma saman. En samkvæmt nýjustu upplýsingum hafa verið greind 588 smit af veirunni hérlendis. Þau gætu þó verið talsvert fleiri vegna skorts á sýnatökupinnum.

Uppfært klukkan 07:50

Landspítalinn birti tilkynningu á heimasíðu sinni nú í morgun þar sem fram kemur að liðlega sjötug kona hafi látist á smitsjúkdómadeild spítalans af völdum COVID-19 veirunnar. Fram kemur að konan hafi áður glímt við langvarandi veikindi.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“