fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Dómari komst að óvæntri niðurstöðu í hrottafullu líkamsárásarmáli: „Hann lá á vinstri hlið og var blóðugur í framan og allt í kringum hann var fólk að hlúa að honum.“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 11. mars 2020 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómur var kveðinn upp yfir tveimur mönnum þann 6. mars í Héraðsdómi Suðurlands en þeir voru ákærðir fyrir hættulega og hrottafulla líkamsárás á mann fyrir utan skemmtistað þann 29. ágúst 2016.

„Hann lá á vinstri hlið og var blóðugur í framan ogallt í kringum hann var fólk að hlúa að honum,“ sagði í frumskýrslu lögreglu af málinu. Mennirnir voru ákærður fyrir að hafa tekið manninn niður í  jörðina og sparkað í andlit hans, höfuð og líkama, auk þess sem annar maðurinn var sakaður um að hafa kýlt hann margsinnis. Missti þolandinn meðvitund og hlaut bólgið nef, mar á vinstri upphandlegg, eymsli framan á vinstri öxl og margúl á hnakka og vinstri hlið höfuðs.
Þolandinn var fluttur burt af vettvangi með sjúkrabíl. Í lýsingu vitna segir meðal annars að annar ákærði hafi stöðvað slagsmál á milli þolandans og stráks inni á skemmtistaðnum. Fjölmörg vitni gáfu vitnisburð fyrir dómi en vitnisburðurinn var misjafnlega skýr. Mikil ölvun var á staðnum og sum vitnin drukkin. Þó hafði vitni séð annan ákærða sparka í brjóstkassa þolanda og fleiri urðu vitni að hrottaskap. Vitni kvaðst hafa séð hina ákærðu „berja hann á fullu…þá eru þeir báðir að sparka í hann og kýla hann á fullu.“
Vegna dráttar á rannsókn málsins voru sakborningarnir hins vegar sýknaðir af ákærunni með vísan í lagaákveði um fyrningu. Voru þeir því sýknir saka og málskotnaður greiðist úr ríkissjóði.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð
Fréttir
Í gær

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”