fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Ekki verður messufall í Laugarneskirkju þrátt fyrir COVID-19

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 7. mars 2020 11:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Á meðan ekki er lýst yfir samkomubanni verður messað í Laugarneskirkju eins og áætlun gerir ráð fyrir. Hins vegar hafa þau tilmæli borist frá biskupi að altarisgöngur verði ekki viðhafðar að svo stöddu og verður orðið við því. Kirkjugestir verða ekki heldur kvaddir með handabandi eftir athöfn eins og venjan er. Við vekjum athygli á því að handspritt er í brúsum í anddyri kirkjunnar og hvetjum við kirkjugesti til að nýta sér þá.“

Þetta segir í tilkynningu frá Davíð Þór Jónssyni, sóknarpresti í Laugarneskirkju.

Einnig kemur fram að fermingar munu verða eins og áætlað er á meðan ekki er samkomubann. Þær verða hins vegar án handabands og altarisgöngu.

Þá segir enn fremur í tilkynningunni:

„Við í Laugarneskirkju förum að fyrirmælum sóttvarnarlæknis og annarra sem leggja okkur línurnar í þessum efnum. Við biðjum jafnframt fyrir þeim öllum sem búa við mikið álag við að fyrirbyggja vá og vakta stöðuna almenningi til heilla.

Við minnum á að í samfélagi okkar eru aldraðir ástvinir og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Nú er það okkar allra að vernda þessa samferðamenn okkar sem eru í sérstökum áhættuhópi með því að sýna ábyrgð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga