fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Datt aftur fyrir sig og rotaðist

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. febrúar 2020 08:36

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona var flutt með sjúkrabíl á slysadeild eftir slys í Grafarvogi á tólfta tímanum í gærkvöldi. Í skeyti frá lögreglu í morgun kemur fram að konan hafi dottið aftur fyrir sig og var hún talin hafa rotast.

Konan var með meðvitund þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang og var hún flutt á slysadeild.

Stuttu síðar barst tilkynning um umferðaróhapp á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi. Þar hafði bifreið verið ekið á ljósastaur. Ekki urðu slys á fólki en bifreiðin var óökufær og flutt burt með dráttarbifreið. Orkuveitunni var tilkynnt um tjónið á staurnum.

Rétt fyrir klukkan eitt í nótt var svo tilkynnt um umferðaróhapp á Sæbraut. Tjónvaldur er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og þá hafði hann ekki ökuskírteini sitt meðferðis.

Rétt fyrir tvö í nótt var svo tilkynnt um innbrot og þjófnað úr verslun í miðborginni. Ekkert frekar er skráð um málið og því liggur ekki fyrir hvort þjófurinn hafi haft mikil verðmæti á brott með sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir
Fréttir
Í gær

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“
Fréttir
Í gær

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni