fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fréttir

Rauð viðvörun á höfuðborgarsvæðinu og öllu sunnanverðu landinu

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 13. febrúar 2020 16:10

Skjáskot af vef Veðurstofu Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veðurstofa Íslands hefur varað við veðrinu á morgun og fjallað hefur verið mikið um veðrið í fréttum hérlendis í dag. Fyrr í dag birti Veðurstofan appelsínugula viðvörun fyrir allt landið á morgun en nú er komin rauð viðvörun á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Suðausturlandi.

Um rauðu viðvörunina á höfuðborgarsvæðinu segir á vefsíðu Veðurstofunna að örfá hverfi séu í þokkalegu skjóli fyrir austanáttinni en búist er við miklum vindhraða, 20-30 metrum á sekúndu. „Búast má við samgöngutruflunum á meðan veðrið gengur yfir og að flugsamgöngur leggist af. Hætt er við foktjóni og eru byggingaraðilar hvattir til að ganga vel frá framkvæmdarsvæðum. Búast má við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda og líkur á að smábátar geta laskast eða losnað frá bryggju. Fólki er bent á að ganga vel frá lausum munum og sýna varkárni.“

Á Suðurlandi er búistt við ofsaveðri eða jafnvel fárviðri og miklum vindhraða, 28-35 metrum á sekúnndu. „Búast má við hættulegum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 55 m/s, einkum undir Eyjafjöllum, við Ingólfsfjall og á heiðum. Snjókoma með köflum og mikill skafrenningur líklegur. Miklar samgöngutruflanir og niðurfelling þjónustu líkleg. Sjávarstaða er hækkuð og mikill áhlaðandi og ölduhæð. Hætta er á foktjóni og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Fólki er bent á að ganga frá lausum munum og vera ekki á ferð.“

Á Suðausturlandi hljómar rauða viðvörunin svona: „Austan rok eða ofsaveður, eða jafnvel fárviðri 28-35 m/s. Búast má við hættulegum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 55 m/s, einkum í Öræfum. Mikil snjókoma og skafrenningur. Miklar samgöngutruflanir og niðurfelling þjónustu líkleg. Sjávarstaða er hækkuð og mikill áhlaðandi og ölduhæð. Hætta er á foktjóni og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Fólki er bent á að ganga frá lausum munum og vera ekki á ferð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025
Fréttir
Í gær

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“
Fréttir
Í gær

Eik nýr styrktaraðili FKA

Eik nýr styrktaraðili FKA
Fréttir
Í gær

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“
Fréttir
Í gær

Styrktarféð verður notað til að endurnýja búnað og tæki 

Styrktarféð verður notað til að endurnýja búnað og tæki