fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Síminn kærir RÚV vegna þátta um siðspillta Norðmenn

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 4. febrúar 2020 08:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síminn hefur lagt fram kæru til Fjölmiðlanefndar vegna þess að norsku þættirnir Exit eru opnir öllum. Þættirnir eru stranglega bannaðir börnum en þar má meðal annars sjá fíkniefnaneyslu og ofbeldi. Morgunblaðið segir frá þessu í dag.

Það er ef til vill kaldhæðnislegt að í kynningu um þáttinn á vef RÚV segir:

„Norska sjónvarpsþáttaröðin Exit sem fjallar um úrkynjaðan og siðspilltan lífstíl manna úr fjármálaheiminum hefur orðið til þess að kvörtunum góðborgara hefur rignt yfir Norska ríkissjónvarpið NRK frá frumsýningu þeirra síðasta haust.“

Í frétt Morgunblaðsins kemur fram að blaðið hafi kæruna undir höndum og þar sé bent á að engar aðgangsstýringar séu á spilara Ríkisútvarpsins. Þess vegna geti hver sem er, börn jafnt sem fullorðnir, nálgast efnið þó það sé rauðmerkt og ekki ætlað börnum.

Lög um þetta virðast vera nokkuð skýr, en í 38. grein fjölmiðlalaga segir meðal annars:

„Heimilt er að miðla hljóð- og myndmiðlunarefni eftir pöntun sem ekki er talið við hæfi barna að því tilskildu að tryggt sé með viðeigandi tæknilegum ráðstöfunum að börn hafi ekki aðgang að því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Í gær

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“