fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Fréttir

Amma Arnars varaði hann við ófullnægðum konum – „Við búum í samfélagi“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 3. febrúar 2020 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er ekki ýkja langt síðan, að kvenfrelsunardeild fréttastofu RÚV, fjölmiðils okkar allra, fann ástæðu til þess að minna landsins börn á það einu sinni sem oftar, að fáar konur að tiltölu sinntu starfi aðalforstjóra stærri fyrirtækja á Íslandi. (Það er einnig raunin um allan hinn vestræna heim.) Sérfróður álitsgjafi var kallaður til viðtals í fréttatíma, gjörvileg kona úr samtökum atvinnulífsins.“

Svona hefst pistill Arnars Sverrissonar sem birtist á Vísi en pistillinn ber yfirskriftina Ó­full­nægðar konur með óþol. „Það bar ekki á öðru, en að þulur og sérfræðingur væru sammála um ósvinnu þessa. Reyndar taldi umræddur sérfræðingur, að konur væru komnar með óþol út af þessari sérstöku kúgun – að mér skildist,“ segir Arnar og rifjar síðan upp það sem amma hans hafði varað hann við. „Áður en ég náði að hugleiða nefnt kúgunarafbrigði frekar, laust niður í huga mér varnaðarorðum ömmu heitinnar. Hún, blessunin, varaði mig einmitt við ófullnægðum konum með óþol. Taldi þær vera þreytandi félagsskap.“

„Konan stífnar, fer yfir strikið, gengur út í öfgar“

Arnar segir hug sinn hafa hvarflað til rithöfundsins Simone de Beauvoir en það gerist að hans sögn alltaf þegar kúgun kvenna ber á góma. „Hún skipar öndvegissess í sögu íslenskra kvenfrelsara, enda þótt þeir játi þá yfirsjón að hafa ekki lesið doðrant Símónu um síðra kynið, það er konur“

Þá vitnar Arnar í Simone.  „Hinn ágæti, franski heimspekingur sagði meðal annars.: „Hvorki konum né körlum fellur vel að vinna undir stjórn konu.“ … „Kvenyfirmaður geislar ekki sama öryggi og karlinn í sömu stöðu. Konan stífnar, fer yfir strikið, gengur út í öfgar. Í atvinnulífinu svífst hún einskis, er ágeng og kröfuhörð um hollustu (stickler). Einnig í námi skortir hana trú á sjálfa sig, innblástur og hugrekki. Viðleitni hennar til að standa sig skapar spennu. Hátterni hennar einkennist af ögrun og óhlutkenndri staðfestingu á sjálfri sér.“ En væntanlega er þetta orðum aukið – eða hvað!“

„Ofangreindur álitsgjafi lætur að því liggja, að frekari mismununar sé þörf,“ segir Arnar. „Skylda verði fyrirtæki með lagaboði, til að ráða konu í annað hvert forstjórastarf (eða forstýrustarf), sem losnar, án tillits til, hvort viðkomandi sé hæfur umsækjandi eða ekki . Einnig skulu konur með góðu eða illu þvingaðar til starfans. Slíkur kvóti kæmi þá til viðbótar öðrum svipuðum kvótum, sem ýmist hafa verið settir með lögum, reglugerðum eða með geðþóttaákvörðunum í stjórnsýslunni.“

„Liggur fiskur undir steini?“

Arnar segir það einungis vera á einstaka sviðum sem kvenfrelsarar leggja „ofuráherslu“ á jafnan fjölda kvenna og karla. „Iðulega stunda þeir blekkjandi töluleikfimi til að sannfæra almenning og stjórnvöld um jafnréttisgildi skoðana sinna. Aldrei hafa fleiri konur haft með höndum alls konar vandasöm og ábyrgðarrík störf á öllum sviðum. Kvenmillistjórnendum hefur fjölgað gríðarlega, meirihluti starfsmanna hins opinbera eru konur. Fjöldi hæfileikaríkra kvenna stjórnar sveitarfélögum,  ríkisstofnunum, einkafélögum og hlutafélögum, með miklum sóma. Varla er á nokkurn hallað, þótt minnst sé á nafn Rannveigar Rist, hins prúða forstjóra álversins í Straumsvík, í þessu sambandi. Aukin heldur hafa konur bókstaflega lagt undir sig fjölmörg svið opinberrar þjónustu eins og alkunna er. En kvenfrelsararnir hrópa á „meira jafnrétti.“ RÚV tekur undir hrópin athugasemdalaust eins og vænta má. En liggur fiskur undir steini?“

Hann segir að Norður-amerísku fræðimennirnir, Diana Furchtgott-Roth og Christine Stolba, telji svo vera. „Kvenfrelsarar beita í raun „valdboðsskipan (e. social engineering) til félagslegra breytinga með valfrelsi að yfirvarpi.“

„Ljúka upp ljóranum! Tja! Þegar fólk hefur náð tökum á tilvistaróttanum með því á ánetjast tiltekinni hugmyndafræði, stefnu eða trúarbrögðum, er átaka þörf til að leysa sig úr álögum. Og því fylgir óhjákvæmilega bæði áskorun og ótti og er lítt fallið til vinsælda. En það kemur góðu heilli fyrir, að kvenfrelsarar viðurkenni staðreyndir og taki rökum.“

„Rangar stjórnmálaskoðanir“

Arnar segir kvenfrelsara slá öllum fyrri áróðursmeisturum mannkynssögunnnar við. „Þeim hefur tekist að lögfesta trúboð sitt um konuna sem fórnarlamb karla um gervöll Vesturlönd og hjá Sameinuðu þjóðunum. Eins og kunnugt er hafa nokkrir samningar og sáttmálar þessa efnis öðlast lagagildi á Íslandi. Og vei þeim konum, sem svíkjast undan merkjum.“

Þá segir hann kvenfrelsara vera sjálfskipaða fulltrúa kvenna. „Þeir eru forsjársinnar í merg og bein. Konur skulu gera eins og kvenfrelsurunum þykir við hæfi. Og karlar jafnvel miklu fremur. Það er skiljanlegt í ljósi þess, að þeir sækja baráttuinnblástur sinn til byltingarjafnaðarmanna, sem telja sig öðrum hæfari til að kveða á um þarfir fólks og rétta hugsun. Við, sem erum svo ólánsöm að efast um gildi þessarar speki, er boðið á námskeið um falska vitund. Þetta á hvort tveggja við um Jón og Gunnu, sem hafa rangar stjórnmálaskoðanir, og karlmenn, heltekna feðraveldisvitund, sem verða fyrir ásökunum kvenna um kynferðislegt ofbeldi (sem stundum hafa við rök að styðjast). Játi þeir ekki glæp sinn og forréttindi í feðraveldinu, er þeim stungið í tukthús.“

Að lokum segir Arnar það vera gamla kvenfrelsunartuggu að allt sem gengur ekki upp hjá konum megi rekja til kúgunar karla. „Þar með talið lágt hlutfall kvenna í æðstu stjórnunarstöðum í einkageiranum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“
Fréttir
Í gær

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum
Fréttir
Í gær

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt
Fréttir
Í gær

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast
Fréttir
Í gær

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“