fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

„Í einhverri græðgi þá drattast þeir með fullt af fólki þarna upp og geta þakkað fyrir að hafa ekki drepið það“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. janúar 2020 08:00

Frá Langjökli í fyrrinótt

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrir ferðamannanna, sem lentu í hrakningum í fyrrakvöld í vélsleðaferð á Langjökli með Mountaineers of Iceland, hafa leitað til lögmanns og munu gera bótakröfu á hendur fyrirtækinu. Lögmaður segir að hann myndi reka svona mál ókeypis fyrir dómi.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Hefur blaðið eftir Ómari Valdimarssyni, lögmanni, að hann myndi reka svona mál ókeypis fyrir dómi upp á von og óvon um að dómurinn myndi dæma málskostnað þegar fyrirtækið yrði sakfellt.

Eins og fram hefur komið í fréttum þurftu björgunarsveitir að selflytja hópinn niður af Langjökli og niður að Gullfossi. Margir voru mjög kaldir og höfðu óttast að sleppa ekki á lífi úr þessari svaðilför.

„Það er ótrúlegt að þessu fyrirtæki skuli detta það í hug að þvælast með allan þennan hóp af fólki upp á jökul þegar það er búið að spá meiriháttar vestanhvelli.“

Hefur Fréttablaðið eftir Ómari sem bætti við:

„Í einhverri græðgi þá drattast þeir með fullt af fólki þarna upp og geta þakkað fyrir að hafa ekki drepið það. Ég held að það sé klár miskabótaskylda hjá þessu fyrirtæki.“

Sagði hann og benti á ekki séu nema þrjú ár síðan þetta sama fyrirtæki var dæmt til að greiða hjónum miskabætur eftir svipaða ævintýraferð.

Fréttablaðið segir að nokkrir ferðamannanna hafi leitað til Lilju Margrétar Olsen, lögmanns hjá Kötlu lögmönnum, vegna málsins. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði hún að fólki muni gera kröfu á hendur Mountaineers of Iceland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill segir átökin í Sósíalistaflokknum minna á Netflix-þátt um skemmtiferðaskip þar sem klósettin virkuðu ekki

Egill segir átökin í Sósíalistaflokknum minna á Netflix-þátt um skemmtiferðaskip þar sem klósettin virkuðu ekki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lalli Johns bjargaði konum frá ofbeldi í undirheimum Reykjavíkur

Lalli Johns bjargaði konum frá ofbeldi í undirheimum Reykjavíkur