fbpx
Fimmtudagur 01.október 2020
Fréttir

Pervertinn í háskólanum var ungur Íslendingur: „Hann faldi sig þarna út um allt“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 17. september 2019 15:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í dag fór maður inn í húsnæði Háskóla Íslands í Stakkahlíðinni og beraði sig við fólk ásamt því sem hann rúnkaði sér fyrir framan hóp af stelpum og káfaði á kennara.

Móðir eins nemanda sem var vitni að árásinni hafði samband við DV vegna málsins. Hún segir að maðurinn hafi verið ungur að aldri og íslenskur.

„Það voru margir sem urðu fyrir árás, hann fór út um allt. Meðal annars þá rúnkaði hann sér fyrir framan hóp af stelpum og hann réðst á kennara og káfaði á henni. Hann faldi sig þarna út um allt þannig hann greinilega þekkti húsnæðið út og inn en það kannaðist enginn við hann.“

Móðirin segir að dóttir sín hafi mætt um hádegið en þá var maðurinn þegar mættur. Hann gekk laus í rúmlega hálftíma eða jafnvel lengur samkvæmt nemandanum.

„Svo var einhver umræða um að það voru ekki allar öryggismyndavélarnar virkar. Það er eitthvað sem þarf að skoða í kjölfarið á svona máli. Hún vill að það verði eitthvað gert í kjölfarið á málinu og að það verði reynt að tryggja öryggi nemendanna eins og hægt er.“

Áhyggjur vöknuðu meðal nemenda vegna nærveru annarra menntastofnana þarna í kring en þar eru nemendurnir mun yngri.

„Þau höfðu líka áhyggjur af því að það er leikskóli og grunnskóli bara þarna rétt hjá. Þannig að nú hef ég áhyggjur af því hvort hann hafi farið þangað fyrst áður en hann fór til þeirra því þessi maður var greinilega gjörsamlega bilaður.“

Sjá meira: Karlmaður fróaði sér í Háskóla Íslands og káfaði á kennara

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rauði krossinn hættir rekstri Konukots

Rauði krossinn hættir rekstri Konukots
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Stefán segir átakanlega sögu barns: „Sara er ein af þeim börnum sem kerfið gleymdi“

Stefán segir átakanlega sögu barns: „Sara er ein af þeim börnum sem kerfið gleymdi“
Fréttir
Í gær

Íslenska auglýsingastofan gjaldþrota – 32 ára gamall risi stimplar sig út

Íslenska auglýsingastofan gjaldþrota – 32 ára gamall risi stimplar sig út
Fréttir
Í gær

Hjólhýsaeigendur saka Bláskógabyggð um óheiðarleika í tengslum við lokun hjólhýsasvæðis – „Næst loka þeir Flúðum“

Hjólhýsaeigendur saka Bláskógabyggð um óheiðarleika í tengslum við lokun hjólhýsasvæðis – „Næst loka þeir Flúðum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vopnaðir menn réðust á mann og rændu bifreið hans

Vopnaðir menn réðust á mann og rændu bifreið hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auglýsing fyrir Kristal vekur sterk viðbrögð – „Er það bara ég eða er þessi auglýsing viðbjóður?“

Auglýsing fyrir Kristal vekur sterk viðbrögð – „Er það bara ég eða er þessi auglýsing viðbjóður?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekki ástæða til að herða aðgerðir – „Toppnum náð núna eða á næstu dögum“

Ekki ástæða til að herða aðgerðir – „Toppnum náð núna eða á næstu dögum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

39 ný smit í gær – Ekki fleiri í einangrun síðan 16. apríl

39 ný smit í gær – Ekki fleiri í einangrun síðan 16. apríl