fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Hatari fyrir héraðsdóm á fimmtudag – „Þeir eyðilögðu næstum hátíðina mína með græðgi sinni“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 10. september 2019 21:15

Hatari er framlag Íslands í Eurovision.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hljómsveitinni Hatara hefur verið stefnt fyrir samningsbrot og að sögn Wiktoriu Joanna Ginter verður málið tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudaginn. Reyndar finnst málið ekki á máladagskrá Héraðsdóms fyrir fimmtudaginn í augnablikinu en hún verður væntanlega uppfærð.

Wiktoria er skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar Iceland to Poland. Wiktoria, sem hafði samband við DV vegna málsins, segir að samið hafi verið við Hatara í desember um að koma fram á hátíðinni. Nokkrum mánuðum seinna höfðu þeir öðlast heimsfrægð vegna þátttöku sinnar í Eurovision og þá segir hún að þeir hafi viljað fá meiri peninga fyrir að koma fram.

„Þeir eyðilögðu næstum hátíðina mína með græðgi sinni. Ég er með öll gögn hjá mér, samninginn og tölvupóstsamskipti,“ segir Wiktoria. Hún sagðist hins vegar ekki vilja senda DV þessi gögn, hún vildi frekar leggja þau fram í réttinum og blaðamenn gætu lagt mat á þau þar.

„Þegar ég sagði þeim að ég gæti ekki greitt þeim meiri peninga hættu þeir við og sökuðu mig um samningsbrot,“ segir Wiktoria.

Hátíðin fór fram dagana 20. – 24. ágúst og heppnaðist vel þrátt fyrir allt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða
Fréttir
Í gær

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Í gær

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu