fbpx
Mánudagur 16.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Guðmundur hefur áhyggjur af hinseginumræðu – „Siggi frændi er einn góðan veðurdag orðinn Anna frænka“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 10. september 2019 08:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Er búið að skipta um þjóðfána?“ spyr Guðmundur Oddsson, fyrrverandi skólastjóri og fyrrverandi varaþingmaður Alþýðuflokksins, í yfirsögn greinar sinnar í Morgunblaðinu í dag. Búast má við því að þessi grein eigi eftir að vekja nokkra úlfúð en í henni ræðst Guðmundur að nokkuð viðurkenndum skoðunum um hinseginmálefni. Guðmundur hneykslar sig á því að svo mörg fyrirtæki hafi tekið á móti Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, með því að flagga hinseginfána:

„Það sem vakti þó meiri athygli mína voru fánarnir sem alls staðar blöktu við hún. Íslenski fáninn var lítt áberandi heldur blasti við fáni hinsegin fólks þ.e. gulur, rauður, grænn, blár og fjólublár. Ég velti fyrir mér hvort búið sé að skipta okkar gamla fána út? Það hlýtur að vera sjálfsögð kurteisi þegar um opinbera heimsókn er að ræða að þjóðfáni okkar sé hafður í öndvegi en ekki einhver marglit dula.“

Hvers eiga þeir að gjalda sem ekki eru hinsegin?

Guðmundur kallar regnbogafánann marglita dulu. Hann segir að þó að Mike Pence kunni að hafa einhverjar ógeðfelldar skoðanir verðum við Íslendingar að una því að aðrir séu ekki sammála okkur. Síðan beinir Guðmundur spjótum sínum að hinsegindögum og hinseginumfjöllun á Íslandi:

„Ég átta mig raunar ekki á á hvaða vegferð við erum. Í nokkur ár hafa verið haldnir svokallaðir hinsegin dagar, þar sem allir fjölmiðlar keppast við að auglýsa göngu þeirra sem eru einverra hluta vegna öðruvísi en aðrir. Götur eru málaðar í regnbogalitum og fólk fer í skrúðgöngur í alls konar skrautlegum fatnaði til að vekja athygli á málstaðnum. Hvaða málstað? Að vera eitthvað öðruvísi en fjöldinn. Þarf þjóðfélagið virkilega að fara á annan endann þótt einhverjir séu öðruvísi en aðrir? Nú í ár þótti ekki nægilegt að hafa einn dag til að vekja athygli á þessu hinsegin heldur þurfti heila viku. Hvers eiga þeir að gjalda sem ekki eru hinsegin? Það virðist enginn áhugi á að vekja athygli á þeim.“

Siggi frændi verður Anna frænka

Guðmundur segist vera orðinn verulega áhyggjufullur vegna hinseginorðræðunnar. Segist hann fá á tilfinninguna að það sé bara tískufyrirbæri hvers kyns fólk sé. Hann skrifar:

„Ég er að verða verulega áhyggjufullur vegna orðræðu sem er í gangi varðandi þessi mál. Börn og unglingar eru mjög viðkvæm gagnvart þessum hlutum og þegar svo er komið að Siggi
frændi er einn góðan veðurdag orðinn Anna frænka finnst mér mælirinn vera fullur. Maður fær það einhvern veginn á tilfinninguna að það sé orðið tískufyrirbæri hvort maður er karlkyns, kvenkyns eða jafnvel hvorugkyns. Við Íslendingar höfum miklar áhyggjur af því hve fjölgun þjóðarinnar er lítil og ekki er líklegt að þeir sem ekki vita hvers kyns þeir eru muni bæta mörgum við.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Netþrjótar kúga Íslendinga með klámi – Sjálfsfróun notuð í svikamyllunni

Netþrjótar kúga Íslendinga með klámi – Sjálfsfróun notuð í svikamyllunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr á Cafe Amour: Þorbergur rotaði mann með einu höggi og rústaði gleraugum annars

Sauð upp úr á Cafe Amour: Þorbergur rotaði mann með einu höggi og rústaði gleraugum annars
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þau vilja búa á Íslandi til æviloka en nú er draumurinn í uppnámi – Getur þú hjálpað þeim?

Þau vilja búa á Íslandi til æviloka en nú er draumurinn í uppnámi – Getur þú hjálpað þeim?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skelfing í Skeifunni – Ógnaði manni með hnífi og misþyrmdi – Reyndi að neyða hann til að taka fé úr hraðbanka

Skelfing í Skeifunni – Ógnaði manni með hnífi og misþyrmdi – Reyndi að neyða hann til að taka fé úr hraðbanka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gróa hvetur foreldra til að vakna: „Skammarlegt og virðist sýna áhugaleysi foreldra á þessum málefnum“

Gróa hvetur foreldra til að vakna: „Skammarlegt og virðist sýna áhugaleysi foreldra á þessum málefnum“