fbpx
Fimmtudagur 19.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Með kannabis í tösku í bílnum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 21. ágúst 2019 10:44

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Suðurnesjum hefur á undanförnum dögum haft afskipti af allmörgum ökumönnum sem gerst höfðu brotlegir í umferðinni.

Í skeyti frá lögreglu kemur fram að í bifreið eins þeirra, sem grunaður var um fíkniefnaakstur, fannst taska með kannabisefnum í. Annar, einnig grunaður um fíkniefnaakstur, reyndist vera sviptur ökuréttindum ævilangt. Sá þriðji, sem var undir sömu sökina seldur, ók ótryggðri bifreið og voru skráningarmerki fjarlægð af henni.

Þá voru á annan tug ökumanna kærðir fyrir of hraðan akstur. Einn þeirra, sem ók á 140 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund, var jafnframt grunaður um ölvunarakstur. Sá var með barn í bifreiðinni og var barnaverndarnefnd gert viðvart um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drógu báðir upp hníf í slagsmálum í miðborginni

Drógu báðir upp hníf í slagsmálum í miðborginni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Konu hrint fram af svölum í Breiðholti – Alvarlega slösuð

Konu hrint fram af svölum í Breiðholti – Alvarlega slösuð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglumenn á Reykjanesbraut undrandi: Brunaði fram úr löggunni á 150 kílómetra hraða

Lögreglumenn á Reykjanesbraut undrandi: Brunaði fram úr löggunni á 150 kílómetra hraða
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Gnarr var fluttur á spítala í síðustu viku: „Þá var ég orðinn alveg ruglaður“ –  Grét eins og barn

Jón Gnarr var fluttur á spítala í síðustu viku: „Þá var ég orðinn alveg ruglaður“ –  Grét eins og barn