Miðvikudagur 26.febrúar 2020
Fréttir

Ellert segir Félag eldri borgara miður sín og ekki sé um svikamyllu eða misnotkun að ræða

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 16. ágúst 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ellert B. Schram , formaður Félags eldri borgara, segir að félagið sé jafn miður sín og kaupendur eigna félagsins i Árskógum. Félagið sé óhagnaðardrifið og hafi bygging eignanna í Árskógum og sala þeirra átt þjóna kröfum og þörfum eldri borgara sem vilji minnka við sig og eignast ódýrari og minni íbúðir þegar aldurinn lengist. Þetta kemur fram í grein Ellerts í Morgunblaðinu í dag.

„Hér er um að ræða íbúðir sem verktakar Mótex hafa byggt fyrir FEB. Málið snýst um það að búið var að verðsetja íbúðirnar  og tilkynna hverjir valdir voru til kaupa. Bygginganefnd FEB gaf út verðið og við í stjórninni vissum ekki betur en að þær tölur væru bundnar við kostnað bygginganna. Sem ekki reyndist nægilegt þegar upp var staðið. Það vantaði fjögur hundruð milljónir króna til að endar næðu saman. Þar stendur hnífurinn í kúnni.“

FEB hafi sóst eftir lóðum til að koma til móts við eldri borgara og selja þeim á kostnaðarverði, oft mun lægra verði heldur en hefðbundið markaðsverð. „Með öðrum orðum hefur það aldrei vakað fyrir okkur að græða á byggingum.“

Sala eignanna sé ekki í gróðaskyni, enginn sé að misnota stöðu sína og engin lög brotin. „Hér hefur engin svikamylla eða misnotkun átt sér stað, heldur að útreikningar á kostnaði reyndust hærri en upp var gefið þegar íbúðirnar áttu að afhendast. „FEB hafði því neyðst til að hækka verðið til að geta staðið í skilum við verktaka húsanna. „Um það snýst málið.“

Ellert bendir á að í FEB eru um 12 þúsund skráðir meðlimir, starfs FEB sé margvíslegt. Hafi félagið meðal annars staðið fyrir utanlandsferðum, innanlandsferðamálum, námskeiðum, brids, söng, dans og samba, námskeiðum og sagnfræði. „Þar er líka starf í þágu lífeyris og eftirlauna eldri borgara og hvergi gefið eftir.“

Starfsemi FEB hafi alla tíð, ekki síst síðustu ár, verið mikilvæg og eftirsótt.

„Viðleitni mín og okkar allra (án launa) sem tekið hafa að sér að sinna málefnum eldri borgara er sú að skilja kvartanir og kröfur þess fólks sem hefur sóst eftir og fengið íbúðir í Ásgarði. Við erum að leita af niðurstöðum sem hjálpa bæði þeim og okkar til að endar nái saman. Við erum jafn miður okkar og fólkið sem hefur fengið réttinn til að kaupa. Ég bendi á síðasta útspil okkar, þar sem lögð er fram tillaga um sættir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Bæjarfulltrúi tjáir sig um hrottafulla árás unglinga í Kópavogi

Bæjarfulltrúi tjáir sig um hrottafulla árás unglinga í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Breytingar hjá Torgi: Davíð og Sunna láta af störfum – Kristjón Kormákur verður eini vefritstjórinn

Breytingar hjá Torgi: Davíð og Sunna láta af störfum – Kristjón Kormákur verður eini vefritstjórinn
Fréttir
Í gær

Hanna Katrín: „Úps, óheppileg niðurstaða“

Hanna Katrín: „Úps, óheppileg niðurstaða“
Fréttir
Í gær

Þúsund manns í sóttkví á hóteli sem Íslendingum stendur til boða – Sjö Íslendingar á hótelinu

Þúsund manns í sóttkví á hóteli sem Íslendingum stendur til boða – Sjö Íslendingar á hótelinu
Fréttir
Í gær

Myndband birt af miklum viðbúnaði lögreglu við menntaskóla: Yfirbuguðu ungan mann vegna gruns um akstur undir áhrifum

Myndband birt af miklum viðbúnaði lögreglu við menntaskóla: Yfirbuguðu ungan mann vegna gruns um akstur undir áhrifum
Í gær

Maxa kreditkortið og skipta greiðslum út í hið óendanlega – Allt í nafni sparnaðar og hagræðingar

Maxa kreditkortið og skipta greiðslum út í hið óendanlega – Allt í nafni sparnaðar og hagræðingar