fbpx
Föstudagur 14.ágúst 2020
Fréttir

Þorsteinn: Hér er ástæðan fyrir rekstrarvandanum – „Ísland er eitt dýrasta land í heimi“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 14. ágúst 2019 12:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi ráðherra, segir að skýringin á rekstrarvanda fyrirtækja hér á landi sé einföld: „Ísland er eitt dýrasta land í heimi“.

Þorsteinn gerir leiðara Ólafar Skaftadóttur, ritstjóra Fréttablaðsins, í dag að umtalsefni á Facebook-síðu sinni. Í leiðaranum fór Ólöf nokkuð hörðum orðum um meirihlutann í borginni og segir hann ekki gera nóg til að létta undir með rekstraraðilum. Nefnir hún hrinu lokana fyrirtækja í borginni máli sínu til stuðnings, en á undanförnum vikum hafa fjórir veitingastaðir við Hverfisgötu lagt upp laupana og í gær var svo greint frá lokun Ostabúðarinnar á Skólavörðustíg.

Ólöf gagnrýndi borgina fyrir að vera ekki vinveitta atvinnurekstri og nefndi til að mynda óhóflega innheimtu fasteignaskatta. Þá sagði hún að stjórnsýslan væri þung og svifasein og tíðum framkvæmdum þar sem götum er lokað án mikils samráðs. Þá sé oft litlar upplýsingar að fá um verklok. Allt þetta skerði aðgengi viðskiptavina að veitingahúsum og verslunum.

Hefur glatað samkeppnishæfni sinni

Þorsteinn segir það einföldun að kenna framkvæmdum og háum fasteignasköttum um lokanir veitingastaða í miðbænum.

„Af leiðaranum að dæma virðist ein helsta ástæða þessara lokana vera miklar framkvæmdir í miðborginni og háir fasteignaskattar. Það þykir mér langsótt skýring hjá leiðarahöfundi […] og hvergi nærri rót rekstrarvanda fyrirtækja í ferðaþjónustu,“ segir Þorsteinn sem birtir meðfylgjandi mynd máli sínu til stuðnings:

„Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er skýringin á rekstrarvanda ferðaþjónustufyrirtækja einföld. Ísland er eitt dýrasta land í heimi. Verðlag hér er mjög hátt í alþjóðlegu samhengi og mun hærra en það hefur verið að jafnaði undanfarna þrjá áratugi. Þess vegna fara ferðamenn minna út að borða. Þess vegna er framboð á flugferðum hingað heldur að dragast saman. Íslensk ferðaþjónusta hefur glatað samkeppnishæfni sinni á undanförnum árum samhliða miklum kostnaðarhækkunum innanlands og styrkingu íslensku krónunnar á sama tíma. Þó svo styrking krónunnar hafi að hluta til gengið til baka hefur það ekki dugað til,“ segir hann.

Sveifla sem kemur á 7-10 ára fresti

Hann bætir svo að þetta sé ekki nýtt. Sveiflur af þessu tagi komi á 7 til 10 ára fresti; krónan styrkist óhóflega sem grefur undan samkeppnishæfni útflutningsfyrirtækja. Afkoma þessara fyrirtækja brestur að lokum með tilheyrandi niðursveiflu, veikingu krónunnar og aukinni verðbólgu. Hagkerfið nái svo jafnvægi að nýju áður en sama hringrás hefst að nýju.

Þorsteinn segir að vissulega megi gagnrýna háa skattlagningu og þannig mætti lækka fasteignaskatta – eitthvað sem núverandi meirihluti í borginni ætli að gera. Þá mætti skoða skattlagningu á laun á Íslandi, til að mynda hátt tryggingargjald.

Telja enn að krónan sé sú besta í heimi

„Krónuskatturinn er hins vegar alvarlegasti vandi íslenskrar ferðaþjónustu. Óstöðugt verðlag í erlendri mynt vegna tíðra sveiflna hennar gerir fyrirsjáanleika í rekstri ferðaþjónustunnar lítinn sem engan. Vaxtastig og verðbólga er hér að sama skapi mun hærra en í nágrannalöndum okkar sem leiðir til mun hærra leiguverðs en ella.

Vandinn er hins vegar sá að núverandi ríkisstjórn hefur engan hug á því breyta þessu og telur enn að íslenska krónan sé besta mynt í heimi. Það er löngu tímabært að ráðast að rót vandans í stað þess að horfa á atvinnulífið og þar með lífskjör okkar allra stórskaðast eina ferðina enn vegna krónunnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Í gær

Icelandair sniðgekk 70 flugfreyjur – Sögusagnir um flugumenn Icelandair innan FFÍ

Icelandair sniðgekk 70 flugfreyjur – Sögusagnir um flugumenn Icelandair innan FFÍ
Fréttir
Í gær

Andlitsgrímur ódýrastar í Costco og Krambúðinni

Andlitsgrímur ódýrastar í Costco og Krambúðinni
Fréttir
Í gær

Segir Samherja stunda hryðju­verka­starf­semi og stríðs­rekstur fyr­ir­tæk­ja – „Hræði­lega illa fram­kvæmda áróð­urs­her­ferð“

Segir Samherja stunda hryðju­verka­starf­semi og stríðs­rekstur fyr­ir­tæk­ja – „Hræði­lega illa fram­kvæmda áróð­urs­her­ferð“
Fréttir
Í gær

Breyttar sóttvarnareglur á föstudag: Fótboltinn getur byrjað aftur og 1 metra regla í skólum

Breyttar sóttvarnareglur á föstudag: Fótboltinn getur byrjað aftur og 1 metra regla í skólum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur brennuvargur áfram í gæsluvarðhaldi – Lögreglan segir hætta á að maðurinn flýi land

Meintur brennuvargur áfram í gæsluvarðhaldi – Lögreglan segir hætta á að maðurinn flýi land
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víðir segir engan fót fyrir orðrómi um að virkt smit hafi verið rakið til vændiskonu

Víðir segir engan fót fyrir orðrómi um að virkt smit hafi verið rakið til vændiskonu