fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Ballarin stödd á Íslandi: Fundar um endurreisn WOW air

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 13. ágúst 2019 08:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnakonan Michele Ballarin er stödd hér á landi og fundar um mögulega endurreisn WOW air.

Þetta herma heimildir Túrista. Skiptastjórar WOW air riftu kaupum Ballarin og félags hennar, Oasis Aviation Group, á flugrekstrartengdum eignum úr þrotabúi WOW í lok júlímánaðar.

Þrátt fyrir það er Ballarin enn sögð vinna að stofnun nýs flugfélags á grunni WOW air, en samkvæmt heimildum Túrista fundar hún með einstaklingum úr íslenskri ferðaþjónustu og viðskiptalífi hér á landi. Almannatengillinn Gunnar Steinn Pálsson, sem unnið hefur með Ballarin, vildi ekki tjá sig um málið þegar Túristi leitaði eftir því en auk hans hefur lögmaðurinn Páll Ágúst Ólafsson lagt henni lið.

Í umfjöllun Morgunblaðsins í júlímánuði kom fram að stefnt væri að því að WOW hefði tíu til tólf vélar í sinni þjónustu innan tveggja ára. Ballarin sagði í samtali við blaðið að nýtt félag hygðist nota vélar frá Airbus og einblína á áfangastaði sem voru í leiðakerfi WOW air.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi