fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Ragnar Rúnar – „Ég er í svo miklu sjokki að ég er gráti nær, þetta hefði getað endað alveg hræðilega“

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 24. júní 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Rúnar Þorgeirsson, sjómaður er í sjokki en hann lenti í óþægilegu atviki um hádegisleytið þegar hann var að keyra niður Reykjavíkurveginn.

Ragnar lýsir því í færslu sem hann setti á Facebook-síðu sína hvernig ung stúlka á hjóli sem var á aldrinum 6 til 7 ára sveigði óvænt fyrir hann. Sem betur fer tókst Ragnari að stöðva bílinn. Hann telur að ekki hafi verið meira en tveir metrar í stelpuna þegar bifreiðin nam staðar.

„Ég er í svo miklu sjokki að ég er gráti nær, þetta hefði getað endað alveg hræðilega, hefði ég keyrt á barnið,“ sagði Ragnar í samtali við DV.

Ragnar legur mikið upp úr því að vera öruggur í umferðinni en hann segist alltaf keyra löglega og hægja sérstaklega á sér þegar hann sér börn þar sem þau geta tekið óvæntar ákvarðanir, líkt og stúlkan gerði í dag.

„Ég hægi alltaf á mér þegar ég sé börn á gangstéttinni, ég tek enga sénsa þau er svo snögg að hlaupa og þetta bjargaði barninu í dag, hvað ég hægi á mér,“

Ragnar segist þó ekki vita hvernig best hefði verið að bregðast við, hvort betra hefði verið að skamma barnið eða að koma sér í samband við foreldra, hann vonast eftir svörum við því.

„Mér líður illa að hafa ekki gert neitt, ég þorði því bara ekki. Ég vissi ekkert hvað ég átti að gera, hvað átti ég að gera?“

Hann vonast til að fólk læri af þessari reynslu sinni og keyri varlega, þar að auki minnir Ragnar foreldra á að brýna umferðarreglurnar fyrir börnunum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Í gær

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri