fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Einn virtasti veðurfræðingur þjóðarinnar opinberar spá sína fyrir sumarið

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. maí 2019 09:08

Íbúar á Norður- og Austurlandi eiga von á miklum hlýindum á sunnudag. En síðan tekur við kunnugt stef.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Sveinbjörnsson, einn virtasti veðurfræðingur þjóðarinnar, hefur nú gefið út veðurspá sína fyrir sumarið. Einar starfaði á Veðurstofu Íslands um margra ára skeið en starfar nú sjálfstætt við gerð veðurspáa og miðlun veðurupplýsinga.

Einar heldur úti vefnum blika.is og í gær birti hann svokallaða veðurlagsspá fyrir tímabilið júní til ágúst. Einar segir að sumarið muni einkennast af þokkalegum hlýindum, einkum á hálendinu og fyrir norðan og austan.

„Þar eru 60-70% líkur á að hiti endi í efsta þriðjungi miðað við síðustu 20 ár. Lofthringrásin og staða veðurkerfa er spáð að verða nokkuð breytileg, þar sem skiptast á ólíkir veðurkaflar yfir sumarmánuðina.  Ekki er að sjá nein merki þess að einhver ákveðin vindátt verði frekar ríkjandi umfram aðra,“ segir Einar en þetta þýðir að íbúar fyrir norðan og austan eigi von á góðu, eins og stundum áður. Óvissan virðist þó vera heldur meiri í öðrum landshlutum, en þó megi hafa ákveðnar áhyggjur af sjávarhita suðvestur af landinu.

Kaldari sjór suðvestur af landinu

Einar segir að sjávarhiti verði einni til tveimur gráðum hlýrri en að jafnaði norður og austur af landinu. „Belti af kaldari yfirborðssjó en að jafnaði er spáð frá Nýfundnalandi og hér djúpt suðvestur undan,“ segir Einar sem birtir mynd máli sínu til stuðnings. Segir hann að á kortum sé að sjá kaldari sjó þvert yfir Atlantshafið í átt til Írlands en hann velur frekar skýjum sem og úrkomu í þeim tilvikum þegar loft kemur úr þeirri átt.

Einar segir að staðan í háloftunum bendi til jákvæðari frávika yfir meginlandi Evrópu, einkum austarlega, en nærri meðallagi á okkur slóðum. „Tökum eftir stærri frávikum við Alaska og á Beringshafi.  Það eru einkum þau sem móta lofthringrásina umhverfis norðurhvelið. Mögulega skiptast á ólíkir veðurkaflar og skammt verður öfganna á milli, en jafnast út í meðaltalinu.“

Meiri úrkoma og meiri hlýindi

Þá segir hann að þrýstifrávik séu ógreinileg á okkar slóðum og spáð sé markvert hærri þrýstingi suður í höfum og áberandi frávikum suður af Alaska. Þetta megi túlka sem óvissu á okkar slóðum en líka meiri breytileika í veðurfari og síður einsleitt tíðarfar. „Greinilega hlý frávik norðan og austanlands.  Fylgifiskur sjávarhitans við landið eins og oftast er.  60-70% líkur á að meðalhiti verði í efsta þriðjungi á hálendinu og innsveitum fyrir norðan og austan. Erfiðara að segja til um hitafrávik sunnanlands.“

Að lokum segir Einar að spáð sé meiri úrkomu en að jafnaði á eiginlega sömu landsvæðum og gert er ráð fyrir hlýindum.  Þannig segir Einar að 50-60 prósenta líkur séu á markvert meiri rigningu á hálendinu sem og austanlands. „Er sennilega líka til marks um  breytilegt veðurlag í sumar þar sem engin sérstök vindátt verði ríkjandi.“

Hægt er að sjá nánar á vef Einars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Í gær

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri