fbpx
Föstudagur 29.maí 2020
Fréttir

Flugfreyja hjá WOW air: „Veröld mín hrundi“

Auður Ösp
Laugardaginn 20. apríl 2019 14:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sumir starfsmenn eru daprir og aðrir eru reiðir yfir því að stjórnvöld hafi ekki gripið inn í og bjargað flugfélaginu,“ segir fyrrum flugfreyja hjá WOW air. Önnur segist óttast að ungt fólk muni ekki geta leyft sér að ferðast eins mikið og áður nú þegar WOW air er horfið af markaðnum.

Blaðamaður Simple Flying ræðir við þær Hildi Hilmarsdóttur og Hlíf Samúelsdóttur sem báðar störfuðu sem flugfreyjur hjá WOW air.

„Veröld mín hrundi morguninn sem WOW varð gjaldþrota. Ég var gjörsamlega eyðilögð og ég vildi ekki trúa þessu. Ég trúi því ekki ennþá að þetta sé búið. Þetta var ótrúlegur vinnustaður, manni leið aldrei eins og maður væri í vinnunni, það var svo ótrúlega gaman hjá okkur,“ segir Hildur en hún hóf störf sem flugfreyja hjá WOW árið 2013.

Fram kemur að starfsfólk WOW air sé ekki reitt heldur fyrst og fremst sorgmætt vegna fregnanna.

„Ég held að hver einasti starfsmaður WOW sé að upplifa sömu tilfinningarnar. WOW fjölskyldan er sterk og flugliðarnir og starfsfólk skrifstofunnar hittast ennþá á næstum því hverjum degi,“ segir Hildur jafnframt.

Hún segir marga af flugmönnum félagsins nú þegar fengið atvinnutilboð erlendis frá og þá sér „dapurlegt“ að sjá á eftir svona mörgum dásamlegum einstaklingum.

Hildur segir meirihluta flugliða WOW air vera með háskólagráðu. Sjálf er Hildur með BA gráðu í lögfræði. Fram kemur að undanfarin ár hefur flugfreyjustarfið verið afar vinsælt á meðal menntaðra hjúkrunarfræðinga á Íslandi, enda launin í fluginu margfalt betri en á spítölunum.

Hildur segist eiga erfitt með að kveðja flugheiminn eftir sex ára starf sem flugfreyja. Hún hafi þó heyrt af því að mögulega verði nýtt flugfélag stofnað. „Þannig að nú krossa ég fingur.“

„Virkilega erfitt“

„Ég veit satt að segja ekki hvað mun taka við hjá öllum. Þetta er virkilega erfitt. Ég veit að margar af flugfreyjunum eru búnar að ljúka námi í hjúkrunarfræði, þannig að kanski munu einhverjar þeirra fara aftur inn á spítalana,“

segir Hlíf Samúelsdóttir en hún starfaði sem flugfreyja hjá WOW air seinasta sumar. Hún lýsir því hversu erfitt það er að horfa upp á fyrrum samstarfsfélaga sína takast á við óvæntan atvinnumissi.

„Þetta er erfitt fyrir ungt fólk. Þetta er erfitt fyrir alla. Við erum lítið land og WOW var stór hluti af hagkerfinu. Ungt fólk á ekki eftir að geta ferðast eins mikið og gjaldmiðilinn okkar mun veikjast.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Svona lítur ný auglýsingaherferð Icelandair út

Svona lítur ný auglýsingaherferð Icelandair út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að COVID-19 prófið fyrir ferðamenn verði að vera ókeypis fyrir þá

Segir að COVID-19 prófið fyrir ferðamenn verði að vera ókeypis fyrir þá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kosningabarátta Guðna á Facebook: Engir peningar í spilinu

Kosningabarátta Guðna á Facebook: Engir peningar í spilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lyfið sem Alvogen gaf Landspítalanum ekki vænlegt

Lyfið sem Alvogen gaf Landspítalanum ekki vænlegt