fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Móðir á Vestfjörðum beitti dóttur sína ofbeldi: „Drullaðu þér þá inn um helvítis gluggann og opnaðu fyrir mér“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 2. desember 2019 14:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt konu í skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldi gegn dóttur sinni. Konan var meðal annars ákærð fyrir barnaverndarbrot og brot í nánu sambandi með því að hafa fyrr á þessu ári ráðist að dóttur sinni, sýnt henni vanvirðandi háttsemi og ruddalega framkomu.

Í ákæru kom fram að hún hefði kastað stúlkunni nauðugri í rúm hennar á heimili þeirra með þeim afleiðingum að hún endurkastaðist á gólfið og lenti þar ofan á leikföngum, og stuttu síðar rifið harkalega í buxur hennar, þar sem hún sat á fyrrnefndu rúmi, í því skyni að klæða hana úr þeim, með þeim afleiðingum að hún dróst með buxunum fram úr rúminu og féll aftur á gólfið og ofan á leikföng, allt með þeim afleiðingum að hún hlaut meiðsli, nánar tiltekið eymsli í baki, hruflsár við 10.-11. hryggjarlið, mar hægra megin á baki og hruflsár í vinstri hnésbót. Konan var sýknuð af því að kastað stúlkunni í rúmið.

Móðirin krafðist sýknu í málinu en til vara vægustu refsingar sem lög leyfa.

Það var barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum sem fór þess á leit við lögreglu að fram færi rannsókn á meintu ofbeldi móðurinn gagnvart stúlkunni.

Móðirin sagðist muna vel eftir atvikum umræddan dag. Í dómi segir:

„Við aðalmeðferð málsins kvaðst ákærða muna vel eftir atvikum. Hún hefði á þessum tíma unnið mjög mikið, sem og árið þar á undan og verið mjög þreytt. Hún hefði komið heim milli kl. 5 og 6 þennan dag og verið læst úti. Hún hefði séð inn um gluggann að allt hefði verið þar í drasli. Hún hefði hvergi séð dóttur sína eða vinkonu hennar. Hún hefði verið tímabundin og í stresskasti og því haft samband við E, föður vinkonu dóttur sinnar, sem hefði farið að leita að telpunum. Sjálf hefði hún þurft að fara til vinnu […]. E hefði fundið telpurnar og komið brotaþola heim. Þegar ákærða kom aftur heim hefði brotaþoli og C, systir hennar, verið fyrir utan heimilið. Brotaþoli hefði þá sagst getað opnað gluggann. Ákærða sagðist þá hafa sagt við barnið: „Drullaðu þér þá inn um helvítis gluggann og opnaðu fyrir mér.“ Brotaþoli hefði gert það. Hún hefði verið með hjólahjálm á höfðinu, sem ákærða sagðist hafa tekið af barninu og sagt svo: „Drullaðu þér inn í herbergi þú átt að fara að sofa.“ Barnið hefði farið og byrjað að hátta sig. Ákærða sagðist hafa verið reið og pirruð og farið og tekið í buxur barnsins með þeim afleiðingum að það datt í gólfið, en á gólfinu hefði verið alls konar dót. Hún hefði svo sagt barninu að fara að sofa. Barnið hefði verið grátandi en hún hefði lokað á hana og viljað að hún jafnaði sig. Ákærða kvaðst svo hafa farið aftur til vinnu en eldri systir brotaþola hefði verið hjá systur sinni á meðan. Ákærða kvaðst hafa komið heim aftur um ellefuleytið, ekið eldri dóttur sinni til síns heima, […], og komið svo heim aftur. Þá hefði hún, í stað þess að slaka á og fara að sofa, horft á sjónvarpið einhverja stund en svo vakið barnið og látið það taka til eftir sig.“

Daginn eftir þetta atvik sendi móðirin stúlkuna ekki í skólann, sagði hún að stúlkan hefði verið hrædd og ein ástæða þess að hún sendi hana ekki í skólann hafi verið sú að hún hafi vitað hvað hún hefði gert af sér. Hún hefði ekki átt að reka hana inn um gluggann eða vekja hana um nóttina. Konan neitaði að hafa gripið í hnakkadrambið á stúlkunni og þá kannaðist hún ekki við að hafa ýtt barninu inn um gluggann. Þá kvaðst hún ekki hafa ráðist á barnið eða kastað því til.

Stúlkan sagði í skýrslutöku í Barnahúsi að móðir hennar hefði gripið í hnakkadrambið eftir að inn var komið, dregið hana inn í herbergi og hent í rúmið svo að hún datt í gólfið og meiddi sig. Þá hefði hún ekki fengið að borða eða bursta tennur.

Í niðurstöðu dómsins kemur fram að móðirin hafi játað að hafa komið illa fram við stúlkuna, talað til hennar með ókvæðisorðum, rekið hana inn um glugga og vakið hana um miðja nótt og verið henni reið. Konan var aðeins sakfelld fyrir þá háttsemi sem hún hafði sjálf gengist við. Þannig var hún ekki sakfelld fyrir að hafa kastað stúlkunni á rúmið eins og fram kom í ákæru.

Móðirin var dæmd í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Er dómurinn skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá var henni gert að greiða dóttur sinni miskabætur að fjárhæð 200 þúsund krónur og 1,3 milljónir króna í sakarkostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu