fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Reynir segir starfsmenn RÚV misnota aðstöðu sína og hossa hver öðrum

Ritstjórn DV
Laugardaginn 14. desember 2019 11:27

Reynir Traustason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reynir Traustason, fyrrverandi ritstjóri DV, segir að misnotkun sumra starfsmanna RÚV á aðstöðu sinni sé vatn á myllu andstæðinga stofunarinnar. Reynir segist ekki sérstakur andstæðingur RÚV en telur þetta ámælisvert.

„Það er ljóður á ráði Ríkisútvarpsins að starfsmenn eru gjarnan að hossa hver öðrum í þáttum stofnunarinnar. Þar er gjarnan gagnvirkt samstarf um að gera hvert annað að frægðarmennum. Sláandi dæmi um þetta mátti sjá í Vikunni hjá Gísla Marteini í gær þar sem Egill Helgason var enn og aftur dreginn á flot ásamt syni sínum. Nenni ekki að röfla yfir söngvaranum með svuntuna og aulahrollinun sem fylgdi innihaldsleysinu og yfirborðsmennskunni,“ segir Reynir á Facebook.

Hann segir að flestir fjölmiðlar forðist að gera starfsmenn sína fræga. „Á DV var í tíð Jónasar Kristjánssonar og síðar bannað að gera fólk að frægðarmennum á síðum eigin blaðs. Innan RÚV og reyndar víðar á fjölmiðlum ríkir að þessu leyti siðleysi. RÚV á marga og öfluga óvini. Misnotkun starfsmanna er vatn á myllu þeirra. Tekið skal fram að ég hef yfirleitt gaman að þætti Gísla Marteins,“ segir Reynir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni