fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Var rekinn úr starfi og stal öllu steini léttara – Handtekinn á leið úr landi

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 6. nóvember 2019 11:03

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að heimili í austurborginni morgun einn í vikunni, en þar hafði verið brotist inn og stolið munum af húsráðendum – tölvum, tækjum og öðru fémætu. Á staðnum bjuggu erlendir verkamenn sem hafa oft skamma veru á Íslandi og tjónið því tilfinnanlegt fyrir fólkið, eins og iðulega er með innbrot og þjófnaði.“

Þetta kemur fram í tilkynningu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér.

Þar segir að rannsóknarlögreglumaður í umræddu máli hafi komist fljótlega að því að samstarfsmaður íbúa hafi verið rekinn úr starfi fyrr um daginn og hefði líklega bókað flug úr landi að kvöldi sama dags.

„Voru því góð ráð dýr og því var haft samband við embætti lögreglustjórans á suðurnesjum og óskað eftir því að viðkomandi aðili yrði stoppaður á leið úr landi og kannað með skóbúnað hans, upp á samanburð við fótspor sem fundust á vettvangi.

Reyndist hugboð rannsóknarlögreglumannsins rétt, lögreglan á suðurnesjum greip manninn glóðvolgan í Leifsstöð þar sem hann var leið úr landi. Við frekari athugun á manninum reyndust skór hans passa við fótsporið sem rannsakarinn fann á vettvangi. Eftirleikurinn var auðveldur, maðurinn var handtekinn og allt þýfið úr innbrotinu fannst í farangri hans. Málið er á lokastigum rannsóknar,“ segir í tilkynningu lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Í gær

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri