Föstudagur 06.desember 2019
Fréttir

Páll gáttaður á RÚV: „Jaðrar við að vera hreint hneyksli“

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 29. nóvember 2019 09:07

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi útvarpsstjóri, er gáttaður á sínum gamla vinnustað. Eins og greint var frá í vikunni stendur ekki til að birta lista yfir umsækjendur um stöðu útvarpsstjóra opinberlega en staðan var auglýst á dögunum.

„Þessi ákvörðun stjórnar RÚV er í skásta falli heimskuleg en jaðrar þó líklega frekar við að vera hreint hneyksli. Staða útvarpsstjóra er þeirrar gerðar að um hana, og þá sem sækja um hana, getur ekki og má ekki ríkja nein leynd. Þegar þessari ákvörðun er bætt við þá stórundarlegu yfirlýsingu sömu stjórnar um daginn, að RÚV hafi þurft sérstaka staðfestingu Ríkisendurskoðanda á því að stofnuninni bæri að fara að lögum (!), þá er óhjákvæmilegt að velta fyrir sér á hvaða vegferð þessi stjórn er. Og þeir sem velja hana,“ sagði Páll á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi.

Þessi ákvörðun hefur valdið nokkrum titringi og eru áhöld uppi um lögmæti hennar. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, benti til dæmis á það í viðtali við Vísi í gær að Ríkisútvarpið hafi ekki heimild til að birta ekki lista umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra. Það væri skýrt tekið fram í upplýsingalögum.

Það skal tekið fram að DV/Eyjan hefur óskað eftir því, með vísan í upplýsingalög, að fá listann afhentan þegar umsóknarfrestur rennur út. Umsóknarfrestur er til 2. desember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Heimilislaus kona sofnaði inni í tónlistarhúsi í miðborginni

Heimilislaus kona sofnaði inni í tónlistarhúsi í miðborginni
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Samherji ætlar að birta tölvupósta Jóhannesar uppljóstrara

Samherji ætlar að birta tölvupósta Jóhannesar uppljóstrara
Fréttir
Í gær

Play segir að allir séu glaðir þó launin komi ekki

Play segir að allir séu glaðir þó launin komi ekki
Fréttir
Í gær

Lukasz og Tomasz nauðguðu stúlku undir lögaldri í Reykjavík: Sögðust ekki hafa gert sér grein fyrir aldri hennar

Lukasz og Tomasz nauðguðu stúlku undir lögaldri í Reykjavík: Sögðust ekki hafa gert sér grein fyrir aldri hennar
Fréttir
Í gær

Gómaður með fjögur kíló af hassi

Gómaður með fjögur kíló af hassi
Fréttir
Í gær

Þau sóttu um embætti skrifstofustjóra á skrifstofu lýðheilsu og forvarna

Þau sóttu um embætti skrifstofustjóra á skrifstofu lýðheilsu og forvarna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður Manna í vinnu gerir alvarlegar athugasemdir við yfirlýsingu við ASÍ

Lögmaður Manna í vinnu gerir alvarlegar athugasemdir við yfirlýsingu við ASÍ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

ASÍ tjáir sig um dóminn gegn sérfræðingi sambandsins: „Nauðungarvinna og þrælahald aldrei liðið á íslenskum vinnumarkaði“

ASÍ tjáir sig um dóminn gegn sérfræðingi sambandsins: „Nauðungarvinna og þrælahald aldrei liðið á íslenskum vinnumarkaði“