fbpx
Þriðjudagur 29.september 2020
Fréttir

Ágústa komin með ógeð: „Alvöru mannaskítsfýla“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. nóvember 2019 10:56

Ágústa rekur nefið hér út um gluggann á heimili sínu. Mynd: Skjáskot úr kvöldfréttum RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er bara alvöru mannaskítsfýla. Á fallegum dögum þegar maður vill vera hérna fyrir utan þá hefur eiginlega enginn beint lyst á því. Þá förum við bara í burtu eitthvert. Þetta er stundum dag eftir dag eftir dag. Annað slagið í hverjum mánuði þannig að þetta er misjafnlega mikið.“

Þetta sagði Ágústa Júníusdóttir, íbúi við Einbúablá á Egilsstöðum, í kvöldfréttum Sjónvarps í gær.

Íbúar við EiInbúablá og Árhvamm eru búnir að fá sig fullsadda af skólplykt sem leggur frá hreinsivirki fyrir skólpúrgang við Árhvamm. Þar brjóta örverur niður úrgang en þegar stillt er úti getur myndast óþefur á svæðinu – íbúum til lítillar ánægju.

„Það er stillt og gott úti núna en það er ekki lykt frá henni. En ég heyri í henni þar sem ég stend inni í eldhúsi, bubblið í henni, hérna inn um gluggann hjá mér. Þannig að hún minnir á sig líka á þann hátt. En það er svo sem allt í lagi miðað við hitt, það er lyktin,“ sagði Ágústa þegar frétta- og tökumann RÚV bar að garði.

Íbúar hafa skrifað kvörtunarbréf til sveitarfélagsins þar sem meðal annars koma fram efasemdir um að rétt hafi verið staðið að málum þegar stöðin var reist árið 2004. Þannig hafi íbúar til dæmis ekki verið spurðir álits. Ágústa segir að ekki sé hægt að hengja út þvott eða huga að garðinum þegar lyktin gýs upp. „Þetta er ekki eitthvað sem venst, við viljum alveg endilega losna við hana,” segir hún.

Í fréttinni kom fram að á næstu árum standi til að loka öllum hreinsivirkjum við Eyvindará og byggja nýtt fjær byggð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Safna undirskriftum við kröfu um að barnið þurfi ekki að fara til föður síns

Safna undirskriftum við kröfu um að barnið þurfi ekki að fara til föður síns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórir á Landspítala með Covid og einn á gjörgæslu

Fjórir á Landspítala með Covid og einn á gjörgæslu