fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Þjónustustjóri hjá Isavia sagður hafa þegið þrjár og hálfa milljón í mútur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 21. nóvember 2019 16:33

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært fyrirverandi þjónustustjóra hjá Isavia fyrir mútur og umboðssvik. Þetta kemur fram í frétt á RÚV. Segir í ákærunni að Isavia hafi að áeggjan þjónustustjórans fært viðskipti varðandi miða í bílastæðahlið frá norsku tæknifyrirtæki til íslensks fyrirtækis. Miðarnir frá íslenska fyrirtækinu voru miklu dýrari en hjá hinu norska og skiptu þjónustustjórinn og framkvæmdastjóri fyrirtækisins þeim ágóða á milli sín. Saksóknari segir að þegar Isavia keypti 760 þúsund aðgangsmiða í júní 2015 hafi þjónustustjórinn í krafti stöðu sinnar séð til þess að Isavia borgaði óeðlilega hátt verð.  Hann og framkvæmdastjórinn höfðu þá gert með sér samkomulag um að skipta ávinningnum á milli sín. Í frétt RÚV er framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins sagður hafa hagnast persónulega um 4,5 milljónir á viðskiptunum. Þjónustustjóri Isavia er sagður hafa hagnast um 3,5 milljónir á þessu athæfi.

Ákæran verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í byrjun desember.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“