fbpx
Sunnudagur 09.ágúst 2020
Fréttir

Guðjón kemur fyrir rétt á fimmtudag – Sakaður um að hafa stolið tæplega 15 milljónum frá Björgunarfélagi Árborgar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 18. nóvember 2019 12:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtaka verður fyrir Héraðsdómi Selfoss á fimmtudagsmorgun í máli Guðjóns Þórs Emilssonar sem ákærður er fyrir þjófnað upp á 14.748.224 krónur frá Björgunarfélagi Árborgar. DV hefur ákæruna undir höndum.

Guðjón var um árabil gjaldkeri Björgunarfélags Árborgar. Á tímabilinu 2010 til 2017 millifærði hann, samkvæmt ákæru, inn á eigin reikning og reikning eiginkonu sinnar misháar fjárhæðir, frá nokkur þúsund krónum upp í nokkur hundruð þúsund krónur hver færsla.

Enn fremur er Guðjón ákærður fyrir umboðssvik með því að hafa misfarið með kreditkot Björgunarfélags Árborgar til að kaupa í heimildarleysi vörur og þjónustu til eigin nota á tímabilinu 2014 til 2016. Þá er hann sakaður um heimildarlausar úttektir með kreditkortinu hjá byggingarvöruverslunum Byko og Húsasmiðjunni, sem og hjá Olíuverzlun Íslands.

Þá er Guðjón sakaður um að hafa leyft öðrum í heimildarleysi að nota eldsneytiskort björgunarfélagsins eða notað það sjálfur, svo hundruðum skipta nemur.

Í ákærunni er þess krafist að Guðjón verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Í gær

Sólþyrstir Íslendingar flykkjast enn til sólarlanda

Sólþyrstir Íslendingar flykkjast enn til sólarlanda
Fréttir
Í gær

Líklegt að samkomutakmarkanir verði hertar

Líklegt að samkomutakmarkanir verði hertar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikið um þjófnað á höfuðborgarsvæðinu – Hvatt til að fólk sé á varðbergi

Mikið um þjófnað á höfuðborgarsvæðinu – Hvatt til að fólk sé á varðbergi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

ÁTVR færir öryggismálin til Securitas

ÁTVR færir öryggismálin til Securitas