Föstudagur 13.desember 2019
Fréttir

John Snorri ætlar að gera það sem engum hefur tekist – Ferðalagið kostar 22 milljónir króna

Ritstjórn DV
Mánudaginn 11. nóvember 2019 10:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjallgöngumaðurinn John Snorri Sigurjónsson hefur sett stefnuna á að komast að vetrarlagi á topp K2 í Pakistan. K2 er annað hæsta fjall heims og eitt það erfiðasta yfirferðar, en ef Snorri nær markmiði sínu verður hann sá fyrsti í sögunni til að komast á topp fjallsins að vetrarlagi.

John Snorri segir frá þessu í Morgunblaðinu í dag.

„Undirbúningur þess að klífa hæstu fjöll er að mestu leyti sá að hafa hugarfarið rétt, enda þó verkefnið núna verði mikil þrekraun og ferðalagið hættulegt. Sjálfur hef ég hins vegar góða þjálfun og í huganum sé sjálfan mig á tindinum. Þess vegna legg ég óhræddur af stað,“ segir John Snorri sem heldur utan í byrjun janúar og setur stefnuna á að verða þrjá mánuði að ljúka verkefninu.

Í frétt Morgunblaðsins segir að fjórðungur þeirra sem lagt hafa til atlögu við tindinn hafi farist í ferðum sínum. Engan bilbug er að finna á John Snorra sem segist vera vel undirbúinn og telur markmiðið raunhæft. Með í för verða sex aðrir; Mingma G frá Nepal og Gao Li frá Kína og svo fjórir launaðir fylgdarmenn frá Nepal og Pakistan.

Það er þó ekki ókeypis að fara í ferðalag sem þetta og leitar John Snorri nú að bakhjörlum til að styrkja verkefnið. „Þetta er þriggja mánaða leiðangur og mér sýnist þetta munu kosta mig um 180 þúsund dollara, eða 22 milljónir króna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Varðskipið Þór á leið til Dalvíkur – Farið að kólna verulega í húsum

Varðskipið Þór á leið til Dalvíkur – Farið að kólna verulega í húsum
Fréttir
Í gær

Pilturinn sem féll í Núpá var að aðstoða bónda við að koma á rafmagni

Pilturinn sem féll í Núpá var að aðstoða bónda við að koma á rafmagni