fbpx
Laugardagur 15.ágúst 2020
Fréttir

Laganemi neitaði að segja til nafns – Grunaður um að kasta glasi í höfuð annars

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 10. nóvember 2019 10:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um hálf fjögur í nótt var maður handtekinn á skemmtistað í miðbænum grunaður um að hafa kastað glasi í höfuð annars. Þegar lögregla hafði afskipti af manninum sagðist hann hafa tekið nokkur ár í lögfræði og taldi sér ekki skylt að segja til nafns. Hann var færður á lögreglustöð þar sem hann gisti í fangaklefa. Þetta kom fram í dagbók lögreglu.

Samkvæmt lögreglu var nóttin annars róleg, aðeins laganeminn dvaldi í fangageymslu framan af nóttu.

Þó var töluvert um ölvun í miðbænum og þurfti lögregla að hafa afskipti af börnum undir 18 ára aldri. Þau voru færð á lögreglustöð þar sem þau voru sótt af forráðamönnum.

Annars fólust verkefni lögreglu í nótt að mestu í því að hafa afskipti af ökumönnum undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Var einn þeirra að sögn lögreglu áberandi ölvaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Icelandair sniðgekk 70 flugfreyjur – Sögusagnir um flugumenn Icelandair innan FFÍ

Icelandair sniðgekk 70 flugfreyjur – Sögusagnir um flugumenn Icelandair innan FFÍ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andlitsgrímur ódýrastar í Costco og Krambúðinni

Andlitsgrímur ódýrastar í Costco og Krambúðinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir Samherja stunda hryðju­verka­starf­semi og stríðs­rekstur fyr­ir­tæk­ja – „Hræði­lega illa fram­kvæmda áróð­urs­her­ferð“

Segir Samherja stunda hryðju­verka­starf­semi og stríðs­rekstur fyr­ir­tæk­ja – „Hræði­lega illa fram­kvæmda áróð­urs­her­ferð“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Breyttar sóttvarnareglur á föstudag: Fótboltinn getur byrjað aftur og 1 metra regla í skólum

Breyttar sóttvarnareglur á föstudag: Fótboltinn getur byrjað aftur og 1 metra regla í skólum