fbpx
Mánudagur 06.júlí 2020
Fréttir

Munu kæra ríkislögreglustjóra, útlendingastofnun og heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu vegna brottvísunar albönsku konunnar

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 9. nóvember 2019 15:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtökin Réttur barna á flótta hafa fengið lögmannsstofuna Rétt í lið með sér og ætla að kæra ríkislögreglustjóra, Útlendingastofnun og heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna albönsku konunnar sem var vísað úr landi á dögunum þrátt fyrir að vera á 37. viku meðgöngu. Þetta kemur fram á Facebook síðu samtakanna.

„Það er okkar markmið að standa vörð um réttindi barna sem og mannréttindi. Við viljum styrkja stöðu barna og fjölskyldna í viðkvæmri stöðu í landinu með beinum hætti. Við viljum vera málsvari þeirra sem hafa ekki efni á því að leita réttar síns“

Samtökin hafa tekið ákvörðun um að standa straum af kostnaði vegna málaferlanna. Markmið kærunnar er tvíþætt. Að albanska fjölskyldan fái viðurkennt að brotið hafi verið gegn mannréttindum þeirra og heilsu móður og barn stofnað í óþarfa hættu, og einnig að senda skýr fordæmisgefandi skilaboð til yfirvalda um að vinnubrögð líkt og þau sem í þessu máli voru viðhöfð, verði ekki liðin.

„Með auðmýkt þá biðjum við um stuðning við verkefnið og við minnum á reikningsnúmer okkar. Allt fé sem við söfnum fer í að styrkja réttarstöðu barna á flótta með beinum hætti“

Þeir sem vilja leggja samtökunum lið er bent á reikning þeirra : 545-26-8014 kt: 690719-0370

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Katrín svarar Kára
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fólk sem fékk COVID-19 en lagðist ekki á spítala þarf endurhæfingu

Fólk sem fékk COVID-19 en lagðist ekki á spítala þarf endurhæfingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hjálpartæki til að fylgja eftir mikilvægri endurhæfingu ekki talið nauðsynlegt og styrkbeiðni hafnað

Hjálpartæki til að fylgja eftir mikilvægri endurhæfingu ekki talið nauðsynlegt og styrkbeiðni hafnað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglustjórakapall Áslaugar heldur áfram – Páley nýr lögreglustjóri á norðausturlandi

Lögreglustjórakapall Áslaugar heldur áfram – Páley nýr lögreglustjóri á norðausturlandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tveir ofurölvi menn á vappi með innkaupakerru í Keflavík

Tveir ofurölvi menn á vappi með innkaupakerru í Keflavík