Þórdís Árnadóttir heitir konan sem ásakaði Gísla Pálma Sigurðsson rappara og vinkonu hans, Ástrós Ósk Skaftadóttur, um innbrot á heimili í Árbæ og þjófnað á sunnudagskvöld. Lögregla hefur hvorki staðfest né neitað því að þetta fólk hafi verið að verki en Gísli Pálmi svarar ásökunum um slíkt á Facebook með hæðnisfullum hætti í gær. Dóttir Þórdísar dvaldist á heimilinu og meðal þess sem var stolið var skólataska hennar en í töskunni var auk annars tölvan hennar.
Tölvan er dóttur Þórdísar afar mikilvæg því í henni eru skólaritgerðirnar hennar geymdar. Þórdís heitir fundarlaunum hverjum þeim sem finnur þetta þýfi og skilar því til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hefur Þórdís veitt DV góðfúslegt leyfi til að birta þessa tilkynningu og setja tengil inn á FB-síðu hennar. Þar geta mögulegir finnendur sent Þórdísi skilaboð. Segir hún góð fundarlaun vera í boði:
„Á sunnudagskvöld var brotist inn í íbúð þar sem dóttir mín og systir hennar voru gestkomandi í og tölvunni hennar og skólatösku var stolið.
Í skólatöskunni var pennaveski með vasareikni og minnislykli…þar sem ritgerðirnar hennar eru geymdar. Við ætlum að borga fundarlaun þeim sem finnur þetta dót og skilar til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Áríðandi er að tölvan skili sér. Í henni eru verkefni sem hún þarf. Tölvan er af gerðinni Macbook 13″
Góð fundarlaun í boði.”
DV hefur ekki tekist að ná sambandi við Gísla Pálma og Ástrós þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Gísli Pálmi borinn þungum sökum