fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Fimm unglingar stórskemmdu bíl Helgu Sóleyjar – Einhver veit hvað gerðist – Hoppað á þakinu og gengið upp eftir afturrúðunni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 31. ágúst 2019 12:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ung fjölskylda í Garðabæ varð fyrir miklu tjóni í sumar þegar hópur unglinga stórskemmdi bílinn hennar. Ungmennin hoppuðu meðal annars ofan á þakinu ítrekað og gengu upp eftir bílnum svo stórt skófar sást á afturrúðunni. Vitni var að skemmdarverkunum en unglingarnir skemmdu fleiri bíla á svæðinu. Fólkið telur að lögregluskýrslu beri ekki saman við lýsingu vitnis á því sem gerðist og ýmislegt bendir til að það hefði verið hægt að leysa málið með meiri eftirfylgni lögreglu en raunin varð.

Tónið er metið á allt að 300 þúsund krónur og fæst ekki bætt hjá tryggingum þar sem um skemmdarverk var að ræða. Helga Sóley Hilmarsdóttir er 29 ára gömul og eiginmaður hennar er þrítugur. Saman eiga þau tvo syni. Tjónið er verulegt fyrir þessa ungu fjölskyldu. Atvikið átti sér stað að Stórási í Garðabæ en fjölskyldan býr í Lyngási. Bíllinn hafði verið færður yfir að Stórás vegna byggingaframkvæmda og höfðu íbúar í Lyngási verið beðnir um að færa bílana sína.

„Þetta gerðist þann 21. júní en við komum að bílnum daginn eftir. Það var mikið sjokk að koma að bílnum okkar svona útúrdælduðum og augljóslega búið að ganga upp eftir honum þar sem við greindum skófar á afturrúðunni. Þá voru djúpar dældir á þakinu eins og hefði verið hoppað á því,“ segir Helga Sóley, en vitni setti sig fljótlega í samband við hana:

„Ég sagði frá þessu í íbúagrúppunni minni á Facebook og þá hafði kona samband við mig í einkaskilaboðum. Hún lýsti því hvernig ungmenni hefðu verið að brjóta rúður og hoppa á bílum. Ég hringdi þá strax í lögregluna. Þar var mér tjáð að þeir hefðu fengið tilkynningu daginn áður og þeir skyldu bæta minni tilkynningu við. Við ættum síðan að fara á næstu lögreglustöð og tilkynna atvikið. Við fórum á lögreglustöðina í Hafnarfirði og tilkynntum atvikið,“ segir Helga Sóley.

Talaði lögregla við gerendurna?

Helga Sóley fékk lögregluskýrslu af málinu og er hún ósátt við að skýrslunni virðist ekki bera saman við framburð vitnis:  „Í skýrslunni segir að fimm ungmenni, þrír drengir og tvær stúlkur, hafi hlaupist á brott og lögregla ekki náð þeim. Sagt er að margir tjónaðir bílar séu á svæðinu og lögregla viti ekki hvað gömul tjónin eru. En þeir höfðu ekkert samband við okkur þó að bíllinn okkar hafi verið á númerum. Nágrannakonan sem varð vitni að þessu segir að það hafi komið þrír lögreglubílar á svæðið og hún hafi séð lögreglumann tala við einhvern dreng,“ segir Helga Sóley sem hefur sterklega á tilfinningunni að lögregla hefði getað leyst málið með aðeins meiri vinnu og áhuga.

Þeir sem hafa upplýsingar eru beðnir um að hafa samband

„Einhver veit eitthvað. Þetta eru fimm ungmenni og einhver hefur sagt til dæmis vini sínum frá. Krakki sem hefur frétt af þessu gæti hafa sagt foreldrum sínum,“ segir Helga Sóley sem telur mjög líklegt að einhver hafi upplýsingar um hver hér var að verki.

Það er afar mikilvægt að það hafist upp á gerendunum til að þeir sem bera ábyrgð beri kostnað af tjóninu en hjónin þurfi ekki að sitja uppi með kostnaðinn. Einnig er ljóst að eitthvað er að hjá ungmennum sem stunda svona skemmdarverk. Allir sem kunna að hafa upplýsingar um hverjir hér voru að verki eru beðnir um að senda tölvupóst á netfangið: helgasoley1@gmail.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Í gær

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Í gær

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grunur um manndráp á Akureyri

Grunur um manndráp á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“