fbpx
Mánudagur 15.apríl 2024
Fréttir

Birta verður fyrir ofbeldi og kynþáttafordómum vegna húðlitar síns  – Sagt að fegurðarsamkeppnin sé fyrir íslenskar stelpur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 18. ágúst 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég vil að þið vitið að kynþáttahatur og fordómar eru enn vandamál á Íslandi,“ ritar Birta Abiba Þórhallsdóttir í pistli sem hefur mikla athygli um helgina. Birta er Íslendingur, fædd á Landspítalanum árið 1999, en hún er dökk á hörund og hefur af þeim sökum mátt þola ótrúlega kynþáttafordóma og ofbeldi, hatursfulla framkomu sem margir telja að tíðkist ekki lengur á Íslandi.

Hún lýsir meðal annars líkamlegu ofbeldi sem hún varð fyrir vegna húðlitar síns:

„You don’t punch a nigger you kick him.

Þetta var öskrað á mig áður en það var sparkað í rifbeininn mín. Sársaukinn dofnaði hratt en orðinn stóðu lengi í mér. Líkt og að vera kölluð blendingur, svertingi eða Birta api að heyra að ég ætti að fara aftur heim til mín, ég væri ekki Íslendingur, o.s.frv.“

Hún lýsir því jafnframt hvað það hafi verið erfitt að falla ekki í hópinn:

„Ég slétti á mér hárið, leyfði engum að segja millinafnið mitt, Abiba. Ég sagði ekkert þegar krakkar eða fullorðnir notuðu N-orðið, hló að rasískum bröndurum og sagði þá sjálf. En sama hvað ég gerði, það breytti engu. Mér leið bara verr og verr. Ég vissi að það sem ég var að upplifa var ekki ásætanlegt.

Allir sem ég hef talað við sem hafa upplifað og fundið fyrir fordómum eða kynþáttahatri eru sammála um hversu erfitt það er að tala um það. Óttinn yfir því að finna fyrir einungrun, lenda í rifrildi eða vera sagður gera úlfalda úr mýflugu, hætta þessu væli það væri ekkert verið að tala um mig. Það getur verið bugandi og gerir það að verkum að maður velur frekar að segja ekkert.“

Birta segir að þetta hafi ekki breyst fyrr en hún ákvað að standa með sjálfri sér og læra að elska sjálfa sig. Í byrjun sumars komst hún inn í keppnina Miss Universe Iceland. Þá varð hún enn á ný fyrir fordómum og hefur fengið send skilaboð á borð við þessi: “þú vinnur aldrei, þessi keppni er fyrir íslenskar stelpur” “þarft þú ekki að fara heim til þín”

Fáfræðin lifir í þögninni

 Birta segir í stuttu spjalli við DV að umræðuefnið sé erfitt en nauðsynlegt. „Þetta er erfitt umræðuefni en fáfræðin lifir í þögninni og við þurfum að tala um þetta. Ég er voða heppin að vera að fá svona mikin stuðning. Bæði fá fólki sem hefur aldrei upplifað þetta og krökkum, foreldrum og unglingum sem hafa upplifað það sama,“ segir hún.

 Pistill Birtu er sláandi áminning til okkar allra um þá ofbeldisfullu kynþáttafordóma sem enn eru til staðar á Íslandi. Pistillinn er í heild eftirfarandi:

You don’t punch a nigger you kick him.

Þetta var öskrað á mig áður en það var sparkað í rifbeininn mín. Sársaukinn dofnaði hratt en orðinn stóðu lengi í mér. Líkt og að vera kölluð blendingur, svertingi eða Birta api að heyra að ég ætti að fara aftur heim til mín, ég væri ekki Íslendingur, o.s.f.

Mér leið eins og ég væri alein og gat ekki samsvarað mér við neinum svo ég byrjaði að finna fyrir miklu sjálfshatri. Ég vildi ekki vera brún, ég vildi ekki vera með krullur, ég vildi ekki skera mig úr hópnum.

Ég slétti á mér hárið, leyfði engum að segja millinafnið mitt, Abiba. Ég sagði ekkert þegar krakkar eða fullorðnir notuðu N-orðið, hló að rasískum bröndurum og sagði þá sjálf. En sama hvað ég gerði, það breytti engu. Mér leið bara verr og verr. Ég vissi að það sem ég var að upplifa var ekki ásætanlegt.

Allir sem ég hef talað við sem hafa upplifað og fundið fyrir fordómum eða kynþáttahatri eru sammála um hversu erfitt það er að tala um það. Óttinn yfir því að finna fyrir einungrun, lenda í rifrildi eða vera sagður gera úlfalda úr mýflugu, hætta þessu væli það væri ekkert verið að tala um mig. Það getur verið bugandi og gerir það að verkum að maður velur frekar að segja ekkert.

Þannig var ég í langan tíma og ekkert breittist, þangað til ég ákvað að reyna að elska mig eins og ég er og ekki að reyna að breyta því sem ég einfaldlega get ekki breytt. Ég er heppin að hafa fólk í lífinu mín sem elskar mig fyrir mig og hjálpaði mér að gera það sama. Það tók sinn tíma en ég lærði að vera stolt af nafninu mínu, hárinu mínu og húðlitnum mínum. Það er stór ástæða fyrir því að ég er ekki lengur hrædd um að tala um óréttlæti þegar ég sé það og hvers vegna ég vek athygli á þessum málum, því fordómar og kynþáttahatur eru til staðar á Íslandi.

Í byrjun sumars komst ég inn í Miss Universe Iceland. Ég sótti um því mig langaði það og því ég er Íslensk. Stundum gleymi ég því að það er fólk þarna úti sem finnur hjá sér þörf til þess að koma með sleggjudóma og um leið og það var tilkynnt hvaða stelpur myndu keppa þá leið ekki á löngu þar til fyrsti nafnlausi pósturinn kom. “þú vinnur alldrei þessi keppni er fyrir íslenskar stelpur” “þarft þú ekki að fara heim til þín” o.s.f.

Ég get viðurkennt að þetta hafði áhryf. Gamla óöryggið kom upp, mér leið eins og ég væri ekki nógu góð. Það var allt áður en ég fékk skilaboð og heyrði frá frá krökkum sem eru í sömu sporum og ég var í. Það gerir þetta þess virði, að finna fyrir ást frá ókunugum er ómetanlegt.

En ég vill að þið vitið að kynþáttahatur og fordómar erum enn vandamál á Íslandi.
orð hafa mátt með einu orði geturu glatt og þú getur sært. 
Þótt ég sé ekki “ staðalímynd “af íslenskri fegurð þá er ég stoltur Íslendingur og við krakkana sem eru að upplifa það sama og ég hef upplifað, vil ég segja láttu engann skilgreina þig af húðlit. 
Ef enginn er til staðar sem skilur þig þá vill ég að þú vitir að ég er og mun ALLTAF vera til staðar.

Birta Abiba Þórhallsdóttir
Fædd á Landspítala Hringssins 01.09.1999

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Forsetaefnasúpa Íslands vekur athygli og furðu erlendis – Bauð sig óvart fram því hún sér illa – „Ég var ekki með gleraugun á mér“

Forsetaefnasúpa Íslands vekur athygli og furðu erlendis – Bauð sig óvart fram því hún sér illa – „Ég var ekki með gleraugun á mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páll sekur en ekki af baki dottinn – „Hann tvíeflist. Ætlar bara að ljúga enn meira“ 

Páll sekur en ekki af baki dottinn – „Hann tvíeflist. Ætlar bara að ljúga enn meira“ 
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aðalsteinn lagði Moggabloggarann Pál í héraði – Átta ummæli dæmd dauð og ómerk og dagsektir yfirvofandi

Aðalsteinn lagði Moggabloggarann Pál í héraði – Átta ummæli dæmd dauð og ómerk og dagsektir yfirvofandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ökumaður á Akureyri gáði ekki að sér – Afleiðingarnar voru skelfilegar

Ökumaður á Akureyri gáði ekki að sér – Afleiðingarnar voru skelfilegar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona þarf að vera í fangelsi í 219 daga

Kona þarf að vera í fangelsi í 219 daga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hjálmtýr segir að Morgunblaðið hafi neitað að birta þessa grein – Fer hörðum orðum um Davíð Oddsson

Hjálmtýr segir að Morgunblaðið hafi neitað að birta þessa grein – Fer hörðum orðum um Davíð Oddsson