fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Íslenskur síbrotamaður handtekinn í Kambódíu: Ingólfur Steinar í haldi lögreglu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 22. júlí 2019 12:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingur á fertugsaldri, Ingólfur Steinar Ingólfsson, hefur verið handtekinn í Kambódíu samkvæmt fréttamiðlum þar. Kambódískir fjölmiðlar birta mynd af Ingólfi ásamt lögregluþjóni en þá mynd má sjá hér fyrir ofan.

Samkvæmt þeim fréttamiðlum týndi hann vegabréfi sínu þar í landi í maí en þrátt fyrir að hafa fengið aðstoð frá íslenska sendiráðinu þá óskaði hann ekki eftir vegabréfsáritun og var því ólöglega í landinu.

Auk þess ku hann hafa safnað skuldum á hóteli sínu. Í fjölmiðlum erlendis kemur fram að honum verði vísað úr landi fljótlega. DV gerði tilraun til að ná tali af Ingólfi án árangurs.

Ingólfur hefur ítrekað komist í kast við lögin á Íslandi. Undir lok árs 2017 var hann dæmdur í níu mánaða fangelsi sem var skilorðsbundið að hluta. Þá hafði verið tekinn ölvaður undir akstri en í blóði hans mældist amfetamín, metamfetamín og kannabis.

Í þeim dómi kemur fram að hann hafi ítrekað verið dæmdur fyrir ýmis brot, þó flest tengd fíkniefnum. Árið 2012 barði hann leigubílsstjóra. Sá hlaut bólguhellu og mar hægra megin í andliti eftir tvö þung högg í andlitið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi