fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Sakar bæklunarlækna um sleggjudóma: „Sérgreinalæknar vilja bæði éta kökuna og halda henni óskertri“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 21. júní 2019 11:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er með stígandi undran sem ég les viðtal við þá félaga, Ragnar Jónsson og Ágúst Kárason bæklunarlækna,“ segir Birgi Jakobsson, fyrrverandi landlæknir og núverandi aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Þar gagnrýnir Birgir málflutning tveggja bæklunarlækna sem síðustu helgi töluðu fyrir einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Birgir segir það varla getað talist slæmt að sitjandi heilbrigðisráðherra vilji heldur styðja grunnstoðir opinberrar heilbrigðisþjónustu, fremur en að svelta það og liðka um fyrir einkavæðingunni.

„Þeir félagar fá að ryðja út úr sér hálfsannindum og sleggjudómum, sem ekkert hafa með heilbrigðisstefnu að gera og blaðamaður gleypir við öllu án þess að spyrja gagnrýnna spurninga eða biðja þá félaga að rökstyðja málflutning sinn með tilvitnun í heilbrigðisstefnu,“ skrifar Birgir. Læknarnir tveir, Ágúst og Ragnar, starfa hjá Orkuhúsinu þar sem meðal annars eru framkvæmdar liðskiptaaðgerðir. Í grein í Morgunblaðinu síðustu helgi gagnrýndu þeir kollegar heilbrigðisstefnu ráðherra og bentu á að einkavæðing væri ekki slæm, ríkisvæðing heilbrigðiskerfisins væri hreinlega ekki til þess fallin að gæta bestu hagsmuna þjóðfélagsins. Nú sé sú staða komin upp að samningar við sérfræðilækna séu runnir út og endurgreiðsla Sjúkratrygginga Íslands miði því við eldri gjaldskrá og það lendi á sjúklingum að greiða mismuninn hafi verðið hækkað. Ef þetta haldi áfram svona, eða ef heilbrigðisráðherra taki ákvörðun um að hætta að endurgreiða fyrir þjónustu utan spítalanna, þá sjá þeir Ágúst og Ragnar fyrir sér að tryggingafélögin komi inn með sjúklingatryggingar sambærilegar við þær sem þekkjast erlendis. Slíkar tryggingar hafa oft verið afar kostnaðarsamar fyrir einstaklinga og því ekki á færa allra að verða sér úti um slíkar.

Birgir Jakobsson bendir á að í heilbrigðisstefnunni felist engin aðför að starfsemi Orkuhússins „Eins og þeir félagar virðast telja. Mér vitanlega fer þar fram ágæt þjónusta, þótt þar eins og í annarri heilbrigðisþjónustu hér á landi skorti gæðavísa til að meta árangur þjónustunnar og skilvirkni.“

„Í  heilbrigðisstefnu er lögð áhersla á mikilvægi þess að kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu séu skilvirk, gerðar séu kröfur um aðgengi og gæði og að kaupin séu byggð á greiningu á þeirri þörf sem liggur og greiningu á kostnaði þeirrar þjónustu sem veitt er. Það virðist helst vera þetta sem fer fyrir brjóstið á sérgreinalæknum, en eins og allir vita og Ríkisendurskoðun hefur bent á hafa þeir haft sjálfdæmi um það hvaða þjónusta er veitt og af hverjum.“

Sérfræðilæknar á einkastofum sendi reikninginn á ríkið alveg burt séð frá því hvort veitt þjónusta hafi verið nauðsynleg eða ekki. „Þjónustan er veitt á forsendum þjónustuveitenda en ekki eftir þörfum notenda.“ 

Ágúst og Ragnar hafi heldur ekkert minnst á að erlendis á stöðum sem þeir vilji bera Ísland saman við, þar beri einkaaðilinn kostnað sem hlýst af mistökum, hérlendis bendi Orkuhúsið til að mynda, sjúklingum sínum á að þeir gætu þurft á þjónustu opinbera kerfisins að halda komi óvænt atvik upp.   „Sérgreinalæknar vilja bæði éta kökuna og halda henni óskertri.“

Íslendingar vilja hafa sterkt heilbrigðiskerfi, fjármagnað af hinu opinbera. Heilbrigðisstefna næstu ára taki ekki afstöðu til ríkisreksturs eða einkarekstur, heldur aðeins til þess að forsendur rekstrarins verði að vera sambærilegar.

„Þetta hefur verið ein helsta brotalömin í íslensku heilbrigðiskerfi hingað til. Hvatakerfin hafa leynt og ljóst stýrt heilbrigðisstarfsfólki, ekki síst sérgreinalæknum, út í einkarekstur með neikvæðum afleiðingum fyrir opinbera þjónustuveitendur. Þar að auki hefur, eins og Ríkisendurskoðun hefur bent á, markvisst verið sparað í opinbera kerfinu sl. tvo áratugi meðan einkarekstur hefur fengið fríbréf og aukið hlutdeild sína.“

Svandís hafi ákveðið að verja meira fé í að styrkja grunnstoðir opinberrar heilbrigðisþjónustu til að vega á móti einkavæðingu síðustu áratuga.

„Ég er sannfærður um að meirihluti þjóðarinnar er hlynntur þeirri áherslu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat