fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Eru illindi milli Bjarna og Davíðs? – Afmælisgrein Sjálfstæðisflokksins fór í Fréttablaðið

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 25. maí 2019 16:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athygli vakti að grein Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, í tilefni af 90 ára afmæli flokksins birtist í Fréttablaðinu en ekki í Morgunblaðinu. Sumir telja að birtingin sé til marks um að það andi verulega köldu á milli þeirra þessa dagana.

 

Davíð Oddson, sjálfstæðismaður og fyrrverandi forsætisráðherra, er ritstjóri Morgunblaðsins og hefur löngum verið talið að Morgunblaðið sé sé fjölmiðill sem Sjálfstæðisflokkurinn leiti helst til. Því kom það nokkuð á óvart þegar á daginn kom að Bjarni hafi kosið að birta grein sína frekar i Fréttablaðinu.

 

Í umfjöllun Viljans um málið er því haldið fram að mikið ósætti sé milli Davíðs og Bjarna og að birting greinarinnar í Fréttablaðinu hafi verið stór miðjufingur sendur til Davíðs.

Í Reykjavíkurbréfi sínu í dag heldur Davíð því fram að ríkisstjórnin sé að senda þjóðinni allri langt nef með fyrirhugaðri samþykkt þriðja orkupakkans.

„Hér heima er yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar á móti „orkupakkanum“ í könnunum og stjórnmálamenn komnir niður í 20% fylgi tala niður til þessa fólks og gefa því langt nef.“

„Langt nef var helsta stjórntæki Theresu May. Skrítið að íslenskir stjórnmálamenn telji snjallt að sækja um einkaleyfi fyrir sig á því tæki.“

Bjarni Benediktsson skrifaði í grein sinni í Fréttablaðinu að alþjóðaviðskipti og samvinna hafi alltaf verið einn af hornsteinum Sjálfstæðisflokksins og minnti á að Davíð Oddsson gegndi embætti forsætisráðherra þegar samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið var gerður.

„Stjórnmálaflokkur sem er á flótta undan samtíðinni, hræðist breytingar, forðast nýja hugsun og hleypur undan áskorunum framtíðarinnar, mun visna upp. Slíkur stjórnmálaflokkur hefur Sjálfstæðisflokkurinn aldrei verið. Þvert á móti.“

„Að berjast gegn afturhaldsöflum kallar á pólitískan kjark. Forystufólk Sjálfstæðisflokksins hefur skilið hve mikilvægt það er fyrir okkur Íslendinga að hræðast ekki opin og gagnkvæm samskipti við aðrar þjóðir – skilið betur en aðrir hve mikilvægt það er að nýta fullveldið til að eiga alþjóðlegt samstarf, hvort sem heldur er í öryggis- og varnarmálum, í frjálsum viðskiptum, eða á sviði lista og menningar. Sjálfstæðis hræðist ekki fullveldið heldur vill nýta það til heilla fyrir land og þjóð.“

Blaðamaður hafði samband við Eirík Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðing, og spurði hvort að hægt væri að lesa einhver illindi út úr ofangreindu. Eiríkur sagði að þó birtingin væri athyglisverð þá gætu þó legið eðlileg rök þar að baki.

„Það er tvennt sem tekst á. Morgunblaðið er það blað sem Sjálfstæðismenn hafa litið á sem sinn vettvang, en Fréttablaðið er með meiri útbreiðslu. Þannig það er væntanlega einhver þannig rök að baki.

Ef þú ætlar að ná til sem flestra lesenda þá velurðu það blað sem nær til sem flestra lesenda. Það er nú ekki flókinn útreikningur. En auðvitað er þetta eftirtektarvert og athyglisvert. En hvað maður getur ályktað umfram það eru bara getgátur sem að bara hver sem er getur leikið sér með. Þýðir ekki að það sé neitt í þeim.“

Björn Ingi Hrafnsson, fjölmiðlamaður, kallar birtinguna tímamót í stjórnmála- og fjölmiðlasögu Íslands.

Ég óska Sjálfstæðisflokknum og sjálfstæðisfólki um land allt til hamingju með daginn. Á afmælisdegi flokksins urðu tímamót í stjórnmála- og fjölmiðlasögu landsins með því að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, birtir heilsíðugrein í tilefni dagsins í Fréttablaðinu en ekki Morgunblaðinu, eins og gert hefur verið við slík tímamót undanfarna áratugi hér á landi. Nú hef ég unnið á báðum þessum blöðum og lengi fylgst með hringiðu stjórnmálanna og get fullyrt, að lengst af, hefði slíkt verið algjörlega óhugsandi.

 

Hvort sem birting í Fréttablaðinu miðaði að því að ná til stærri hóps, eða til að senda Davíð Oddssyni miðjufingurinn, er ljóst að formaðurinn og fyrrverandi formaðurinn eru ekki skoðanabræður þessa stundina. Fróðlegt verður þó að fylgjast með því hvar Sjálfstæðisflokkurinn fær næstu grein sína birta.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala