fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

150 ökumenn stöðvaðir í gærkvöldi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. mars 2019 10:52

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði um 150 bifreiðir á Reykjanesbraut við Innri – Njarðvík í gærkvöld í hefðbundnu umferðareftirliti. Í skeyti frá lögreglu kemur fram að allir ökumenn hafi reynst hafa sitt á hreinu nema einn sem ók sviptur ökuréttindum.

Þá segir lögregla að á undanförnum dögum hafi á annan tug ökumanna í umdæminu verið kærðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók mældist á 151 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Annar ökumaður var grunaður um ölvunarakstur.

Þá voru skráningarnúmer fjarlægð af sex bifreiðum sem voru óskoðaðar eða ótryggðar og tveir óku án ökuréttinda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“
Fréttir
Í gær

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir
Fréttir
Í gær

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“
Fréttir
Í gær

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni