fbpx
Þriðjudagur 11.ágúst 2020
Fréttir

Sævar segir sumar ljósaperur geta raskað svefni og jafnvel valdið krabbameini – Er svona pera heima hjá þér?

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 15. janúar 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sævar Helgi Bragason segir blátt ljós frá LED-lýsingum stuðla að verri svefni landsmanna og ráðleggur landsmönnum að gæta vel að því hvaða ljósaperur séu valdar fyrir heimilið. Rannsóknir hafi jafnvel sýnt fram á að tengsl séu milli of mikils blátt ljóss og krabbameins. 

Sævar Helgi Bragason, betur þekktur sem Stjörnu-Sævar, ræddi í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun um klukkumálin. Telur hann fleiri atriði hafa áhrif á svefn okkar heldur en aðeins hvað tímanum líður.

„Í daglegu lífi erum við að nota alltof mikla raflýsingu,“ segir Sævar og bendir á að í mörgum bæjarfélögum, til dæmis Reykjavík og Hafnarfirði, eigi sér nú stað LED-væðing þar sem gömlum ljósum sé skipt út fyrir sterkar LED-ljósaperur.  Lýsing frá slíkum perum sé alltof köld, litastig á milli 4 og 5 þúsund gráður. „Slíkar perur gefa frá sér mjög mikið blátt ljós og mjög mikið blátt ljós hefur áhrif á melatónín framleiðslu í heilanum og þetta er náttúrulega svefnhormón sem gerir okkur syfjuð.“ Slík lýsing getur, samkvæmt Sævari, raskað líkamsklukkunni um 1,5-3 klukkustundir.

Sævar ráðleggur þeim sem eru að LED-væða heimili sín að gæta þess að ljósaperurnar fari ekki yfir 3000 kelvín í litastigi og velja frekar perur á bilinu 2200 upp í 2700. „Það er bara miklu miklu betra fyrir augun okkar. Þið þekkið þetta líka sjálf,“ segir Sævar og tekur sem dæmi bifreiðar með köldum LED-perum. Erfitt sé að mæta slíkum bíl út af birtunni. „Þetta minnkar öruggi en eykur það ekki því augun okkar bregðast svo illa við akkúrat þessu litahitastigi.“

LED-lýsing frá götunni geti borist inn til einstaklinga og raskað svefni.

„Þetta ljós berst inn um gluggann hjá fólki og hefur áhrif á myndun hormóna í heilanum sem hefur áhrif á líkamsklukkuna,“

segir Sævar. Ekki nóg með að ljósaperurnar geti rænt svefni heldur geta þær ollið öllu stærri heilsuvanda. „Rannsóknir sem Harvard hefur verið að gera sýna fram á tengsl krabbameins og  of blárrar lýsingar í umhverfinu.“

Lífsstíll fólks geti einnig haft áhrif á svefn, svo sem áfengisdrykkja, hreyfingarleysi og notkun tækja sem gefa frá sér blátt ljós. Sævar hvetur til þess að fólk láti snjalltæki vera fyrir svefninn því blátt ljós valdi því að fólk verði síður þreytt og svo mælir hann að sjálfsögðu með því að slökkva ljósin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Uppruni hópsmits í Vestmannaeyjum enn óljós – sjáðu aðferðir smitrakningateymisins

Uppruni hópsmits í Vestmannaeyjum enn óljós – sjáðu aðferðir smitrakningateymisins
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Trump segir faraldurinn 1917 hafa bundið endi á heimsstyrjöldina síðari

Trump segir faraldurinn 1917 hafa bundið endi á heimsstyrjöldina síðari
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum
Minni notkun sýklalyfja
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan grípur til hertari aðgerða – „Þetta er auðvitað leið sem við vonuðumst að við þyrftum ekki að fara“

Lögreglan grípur til hertari aðgerða – „Þetta er auðvitað leið sem við vonuðumst að við þyrftum ekki að fara“
Fyrir 2 dögum

Litla-Hraun keypt sem letigarður

Litla-Hraun keypt sem letigarður
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Konráð er fundinn