fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Allt á suðupunkti vegna Ófærðar: Sigmar ósáttur og segir viðbrögðin galin – „Þetta er of langt gengið“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 15. janúar 2019 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að atriði í nýjasta þættinum af Ófærð sé umdeilt en ekki eru allir á eitt sáttir við viðbrögðin sem fylgdu í kjölfarið. Í þeim hópi er Sigmar Vilhjálmsson, veitingamaður og fyrrverandi fjölmiðlamaður, sem segir viðbrögðin galin. Umrætt atriði sýndi tvo karlmenn með lambhúshettu tala saman og var það orðanotkunin „korter í Downs“ sem vakti reiði margra.

„Ég skil þetta með Skúla, hann er svona korter í Downs en ég hélt í alvöru talað, það verða að vera allavega tvær fokkin heilasellur í hausnum á þér!“

Hélt við værum komin lengra

Unnur Helga Óttarsdóttir, móðir barns með Downs-heilkenni, vakti meðal annars athygli á þessu. Hún sagðist bæði vera orðlaus og sár. „Fyrir nokkrum árum þótti einhverjum þetta voðalega fyndið því þetta kom fram í Næturvaktinni og voru unglingarnir fljótir að tileinka sér þennan orðaforða. Ég hélt í alvöru að við værum komin aðeins lengra.“

Sjá einnig: Fór Ófærð yfir strikið? – „Er að horfa á Ófærð og er orðlaus og sár!“

Fleiri gagnrýndu handritshöfunda þáttanna og í þeim hópi voru meðal annars foreldrar og aðstandendur einstaklinga með Downs-heilkenni. Svo fór að Sigurjón Kjartansson, handritshöfundur Ófærðar, baðst afsökunar á umræddum ummælum í þættinum.

„Ég er semsagt þessi handritshöfundur sem skrifaði þessi ósmekklegu orð ofaní munn hins uppskáldaða Markúsar, sem er reiður og hræddur rasisti. Það er rétt að það hefði mátt finna annað orðfæri til að lýsa slæmu innræti Markúsar en akkúrat þessa setningu og ég tek fulla ábyrgð á því,“ sagði Sigurjón og bætti við:

„Ég biðst hér með afsökunar á þessu hugsunarleysi – fyrir hönd mína og annara aðstandenda Ófærðar. Við munum að sjálfsögðu hafa þessa ábendingu í huga í framtíðinni.“0

Of langt gengið

Sigmar Vilhjálmsson, athafna- og fjölmiðlamaður, tjáði sig um málið á Twitter. Hann sagði:

„Ok, handritshöfundur biðst afsökunar á því að skrifa orðfæri karakters sem notar óheflað orðfæri sem viðgengst daglega á Íslandi. Er hægt að PCa yfir sig? Þetta er gaaalið ástand. Hef ávallt samkennd með þeim sem glíma við alvarlega þroskaröskun, en þetta er of langt gengið!

Sigmar hélt svo áfram og benti á að þetta væri handrit og karakter sem léti þessi orð falla. „Galið. Hvað næst? Má ekki vera óheflaður karakter sem segir óviðeigandi hluti? Ég er ekki að réttlæta þetta og réttlæta raunveruleikann. Enn ég er að réttlæta handrit sem á að sýna raunveruleikann. Ráðist á raunveruleikann.

Í umræðum í þræðinum segist Sigmar alls ekki vera að réttlæta þetta orðfæri og þaðan af síður grín á fólk með Downs. „Þeir sem þekkja mig vita að ég hef ávallt stutt þá sérstaklega. Enda ekkert til að gera grín af. En karakter í þáttagerð? Ætlum við að ritskoða það???

Máir út blæbrigði og fletur út merkingu

Nafni Sigmars, Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður, tjáði sig einnig um málið á Facebook. Hann sagði: „Mikið verða skúrkar framtíðarinnar í íslensku bíó og þáttum litlausir og boring. Fattar fólk ekkert hvar þetta mun enda?“

Í þræðinum taka margir undir gagnrýni á viðbrögðin. Jakob Bjarnar Grétarsson, blaðamaður á Vísi er einn þeirra. Hann segir:

„Ég ætla nú að segja það sjálfum mér til hróss að ég hef árum saman varað við þessari helstefnu sem býr í rétttrúnaðinum, þessari heilögu vandlætingu og hinum ótvíræða rétti til að móðgast og móðgast fyrir hönd annarra sem yfirtrompar öll rök. En, því miður ekki við miklar undirtektir né vinsældir. Og meðan ekki er settur niður fóturinn þá náttúrlega sækir þetta í sig veðrið, þessi skelfing. Þetta máir óhjákvæmilega út öll blæbrigði og fletur út merkingu. Og þegar svo við bætist þetta að bókaþjóðin á alveg sérdeilis erfitt með að greina á milli persónu, sögumanns og höfundar er ekki von á góðu.“

Afsökunarbeiðnin notuð sem vopn síðar meir?

Jakob bætti við að afsökunarbeiðni Sigurjóns hefði verið honum vonbrigði. „Menn verða bara að harka af sér og standa í lappirnar, fjandakornið. Beygja sig fyrir rökum en ekki vera svo miklir sérhyggjumenn að þeir leita eftir friðþægingu ofar öðru. Þessi grátklökka afsökunarbeiðni Sigurjóns eru mikil vonbrigði.

Sigmar bendir svo á að þessi afsökunarbeiðni verði notuð sem vopn ef einhver móðgast síðar meir.

Freyja Haraldsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður og baráttukona fyrir bættum réttindum fatlaðs fólks, tjáði sig einnig um málið á Twitter í gærkvöldi. Hún sagði: „Ísland á heimsmet í að eyða fóstrum með downs heilkenni. Ísland á líklega líka heimsmet í að ná aldrei að framleiða sjónvarpsefni án þess að niðra fatlað fólk, einkum með þroskahömlun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu