Þriðjudagur 18.febrúar 2020
Fréttir

Eva Dís var vændiskona: Asnalegt að tala um vændi sem vinnu, vinna við að láta brjóta á sér

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 15. desember 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eva Dís Þórðardóttir hefur lagt að baki mjög erfiða lífsreynslu. Hún varð fyrir misnotkun sem barn og sú reynsla olli því að Eva hafði brenglaðar hugmyndir um samskipti kynjanna og kunni ekki að setja mörk í samskiptum. Hún starfaði sem vændiskona um skeið í Danmörku og hefur rætt þá reynslu sína í fjölmiðlum til að vekja athygli á þeim raunveruleika sem vændiskonur búa við. Hún var viðmælandi Viktoríu Hermannsdóttur í útvarpsþættinum Málið er um helgina  og í viðtali við DV síðasta vor.

Misnotkun í æsku hafði víðtækar afleiðingar

Misnotkunin sem Eva Dís Þórðardóttir varð fyrir í æsku hafði gífurlega neikvæð áhrif á líf hennar. Hennar fyrstu ástarsambönd einkenndust af kynferðislegu ofbeldi og hún kunni ekki að setja mörk í samskiptum.

„Ég var alltaf að glíma við afleiðingar kynferðisofbeldisins, án þess að vita það.“, sagði Eva í samtali hennar við Viktoríu Hermannsdóttur.

Eva upplifði mikla skömm og sektarkennd fyrir það ofbeldi sem hún varð fyrir. „Alltaf þegar ég verð fyrir einhverju er mín fyrsta hugsun: Hvað gerði ég til að eiga þetta skilið?  Hvað gerði ég til að bjóða upp á þetta?“

Hún kynntist manni á stefnumótasíðu sem kynnti hana fyrir BDSM heiminum, en eftir á að hyggja telur Eva að það sem þarna hefði átt sér stað sé ekkert í líkingu við BDSM eins og til dæmis BDSM samtökin standi fyrir.

„Þarna var ákveðið markaleysi og gengið yfir mín mörk.“ segir Eva, en kjörorð BDSM samtakanna á Íslandi eru: öruggt, meðvitað og samþykkt.

Vændiskona í Danmörku

Eva Dís fór til Danmerkur til að vera eins konar kynlífsþræll fyrir karlmann. Sá borgaði farið hennar út og fannst Evu Dís að um væri að ræða greiðastarfsemi. Í dag veit hún að þarna var um vændi að ræða. Þegar upp úr sambandinu milli Evu og greiðamannsins vildi Eva Dís ómögulega snúa aftur heim. Heima gæti hún þurft að útskýra hvers vegna hún hefði farið út og hvað hún hefði verið að fást við. Hún kynntist fljótt nýjum manni sem beitti hana miklu andlegu ofbeldi.

„Ég var hætt að treysta eigin dómgreind og hugsunum.“

Þegar harðnaði í ári hjá parinu stakk Eva Dís upp á því að hún færi að selja Tupperware. Kærastinn tók það ekki í mál og kom henni frekar í að selja hjálpartæki ástarlífsins. Þegar það gekk ekki sem skyldi kom hann henni svo í samband við vændishús þar sem hún sinnti símsvörun og þrifum meðal annars.

Eva byrjar svo í vændi sjálf þegar til ósættis kom milli hennar og kærastans. Vændiskonurnar og samstarfskonur höfðu líka verið að  hvetja hana til þess.

„Þú ert svo fallegt, þetta er frábær vinna.“

„Kynlíf er æðislegt hver vill ekki fá borgað fyrir það?“

Eftir á sér Eva Dís að það var meira að baki þessari ákvörðun heldur en bara ósætti við kærastann og hvatningar frá öðrum. Aðdragandinn hafði verið langur.

„Það var löngu búið að rústa mörkunum mínum og því að ég viti hver ég er.“

Hún ákvað að prófa og segir að þégar farið sé yfir þá línu, þá verði ekki aftur snúið.

„Fyrsta skiptið var svolítið eins og að rífa af plástur. Það hjálpaði að þetta var venjulegur maður, eldri herramaður, fínt klæddur og þetta tók tiltölulega stuttan tíma. Hann bara þakkaði fyrir sig og fór“

Á vændishúsinu varð Eva Dís að annarri manneskju og reyndi sitt besta til að viðhafa einhver mörk. Hún notaði dulnefni og gaf ekki upp rétt þjóðerni. Á vefsíðu vændishússins kom fram lýsing á henni og tilgreining á þeim hlutum sem hún væri ekki tilbúin að gera.

„Maður reynir alltaf að halda í einhver mörk. Það voru vissir hlutir sem ég vildi ekki bjóða upp á, sem kannski aðrar gerðu því maður var að ríghalda í einhver mörk.“

Vændi verra á Íslandi

Eva Dís er þó þakklát fyrir að hafa stundað vændi í Danmörku, en hún segir vændisheiminn á Íslandi gerólíkan. „Í Danmörku er maður í vernduðu skjóli vændishússins“, segir Eva Dís. Á vændishúsinu sem Eva starfaði á voru öryggismyndavélar í móttökunni, fólk sem starfaði í afgreiðslunni og nægði konum að öskra á hjálp til að fá aðstoð frá kúnnunum. Á Íslandi vaði vændiskonur út í óvissuna til ókunnugra manna eða þurfi að bjóða þeim heim til sín og rjúfa þar með eigin heimilisfrið. Raunveruleiki vændiskvenna á Íslandi sé mun harðari en þeirra sem starfi í Danmörku og segir Eva Dís að kvenfyrirlitningin sé meiri hérlendis.

Eva Dís segir að vændi sé alltaf ofbeldi, ekki atvinnugrein.

„Asnalegt að tala um þetta sem vinnu, vinna við að láta brjóta á sér.“

Eva Dís á erfitt með að skilja hvernig karlmenn fái að sér að kaupa vændi.  Þessir menn sannfæri sig sjálfa oft um að þeir séu í raun og veru að hjálpa vændiskonunni með því að borga henni.„Miklu betra að selja sér þá hugmynd að hann sé að hjálpa.“

„Mýtan um hamingjusömu hóruna er ósönn.“

Valdeflandi að opna sig um fortíðina

Þegar Eva Dís sneri aftur heim til Íslands lenti hún í ítrekuðum áföllum. Þegar hún loksins leitaði sér aðstoðar vöknuðu minningarnar um þá misnotkun sem hún varð fyrir sem barn og þá gat hún farið að vinna sig í gegnum öll áföllin. Það var þó ekki fyrr en ári eftir að hún hóf meðferð sem hún treysti sér í að opna sig fyrst um vændið.

„Ég ætlaði aldrei að hleypa þessu upp á yfirborðið aftur, þetta átti aldrei að vera rætt“

Þetta hvíldi þó svo þungt á sál hennar að hún sé að hún hefði aðeins tvo valkosti. Að opna sig um fortíðina, eða deyja. Þegar hún ákvað að stíga fram opinberlega um vændið þá bjóst hún við samfélagslegri útskúfun. Það kom henni því í opna skjöldu að hversu miklum stuðningi og skilning hún mætti. Hún fór að vinna með sjálfshjálparhóp sem var skipaður konum sem áttu svipaða reynslu að baki.

„Allt í einu má ég vera ég og segja frá þessum raunveruleika í hópi með konum sem hafa upplifað það sama og skilja mig. Það var svakalega valdeflandi.“

Í dag er hún ánægð með að hafa stigið fram. Þetta er ekki lengur leyndarmál sem hvíli á henni og óttinn um að fortíð hennar verði notuð gegn henni er farinn.

Áfallastreita vændiskvenna meiri og verri en hjá hermönnum

Eva Dís telur vændi vera stórt og mikið vandamál í íslensku samfélagi, og finnst mikilvægt að vekja athygli á stöðu íslenskra vændiskvenna. Afleiðingar vændis sem þolendur þess glíma við eru ýmsar.

„Það eru kvíði, ótti og sektarkennd. Skömm, svakaleg skömm. Vonleysi, depurð, sjálfsvígshugleiðingar, sjálfsvígstilraunir, mjög margar og kvalafullar. Sjálfsskaði, átraskanir, sjálfsásakanir og lágt sjálfsmat, mjög lítil sjálfsvirðing. Áfallastreita.“ Hún segir að áfallastreita meðal vændiskvenna sé gífurlega mikil og alvarleg.

„Áfallastreita er meiri meðal vændiskvenna en hermanna sem eru að koma úr stríði“

„Langar einhvern að systir sín sé að þessu ? Að móðir mann neyðist til að gera þetta? En dóttir þeirra ?“

 

Dregur styrk frá erfiðleikunum

Um fortíð sína segir Eva Dís í viðtali við DV í maí síðastliðnum:

„Ég veit að ég á dökka fortíð að baki en það er mikilvægt fyrir mig að ég fái sjálf rými til að skilgreina hana. Mér finnst erfiðleikarnir og allt það sem ég hef gengið í gegn um hafa gert mig að bæði sterkri og víðsýnni manneskju. Mig langar að nota allt það sem hefur komið fyrir mig, bæði sjálfri mér og öðrum til góðs,“

Þeim sem vilja lesa meira um Evu Dís og fortíð hennar er bent á neðangreint: 

Ítarlegt viðtal við Evu Dís, íslenska konu sem starfaði sem vændiskona:„Ég var rosalega markalaus í kynlífi og ástarmálum“

Eva Dís stundaði vændi í Danmörku:„Ég þekki ófáar konur sem hafa tekið líf sitt eftir vændi“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gæti farið til Englands en vill frekar enda í Ástralíu

Gæti farið til Englands en vill frekar enda í Ástralíu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Veðrið farið að lægja á höfuðborgarsvæðinu: Þessir hafa opnað á ný

Veðrið farið að lægja á höfuðborgarsvæðinu: Þessir hafa opnað á ný