fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fréttir

Lilja sakar bílstjóra Ferðaþjónstu fatlaðra um ofbeldi: „Hann kýldi mig í bakið og síðan í magann“

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 23. mars 2018 09:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var gjörsamlega niðurbrotin eftir árásina og hágrét. Hann kýldi mig í bakið og síðan í magann,“ segir Lilja Ragnhildur Oddsdóttir, sem fullyrðir að hún hafi orðið fyrir árás af hálfu bílstjóra Ferðaþjónustu fatlaðra síðastliðin miðvikudag. Lilja fékk þegar í stað áverkavottorð vegna árásarinnar og hyggst kæra hana til lögreglu. Bílstjórinn hefur verið settur í ótímabundið leyfi á meðan málið er rannsakað en það er litið mjög alvarlegum augum hjá ferðaþjónustunni. Strætó bs. sér um þjónustuna en verktakar sinna akstrinum.

Lilja er með klofinn hrygg og hefur þurft að notast við hjólastól alla sína ævi. Hún er því háð Ferðaþjónustu fatlaðra til þess að komast á milli staða. Að hennar sögn er þjónustan yfirleitt mjög góð og ágætis kunningsskapur hafi myndast milli hennar og sumra bílstjórana. Þann sem réðst á hana á miðvikudaginn hafði hún hins vegar aldrei séð áður. Hann sótti Lilju að heimili hennar í Grafarholti og þannig vildi til að förinni var heitið að Landspítalanum þar sem Lilja þurfti að leita sér læknisaðstoðar.

„Ég þekkti hann ekki, en var ekkert að spá í það,“ segir Lilja. Hún segir að maðurinn hafi verið þungur í skapi og að lokum misst stjórn á sér þegar Lilja benti honum á að hjólastóll hennar væri ekki fastur. „Ég á ekki að vera laus í bílnum. Hann keyrði í gegnum hringtorg og ég fann að stólinn rann til. Ég benti honum á það og þá svaraði hann með þjósti að ég ætti þá ekki að vera að ýta á takkann til að losa stólinn,“ segir Lilja. Hún segir blaðamanni að sá takki sé á gólfi bílsins og það sé ómögulegt fyrir hana að ná til hans.

Í kjölfarið hafi maðurinn hringt á stjórnstöðina og tilkynnt að hann ætlaði aldrei að keyra með Lilju aftur. „Hann sagði að ég fiktaði í öllum tökkum og losaði mig,“ segir Lilja. Hún segist hafa brotnað niður við að heyra bílstjórann tala með þessum hætti um hana. „Hann stoppaði svo skömmu síðar til að laga stólinn betur. Þá stóð hann fyrir aftan mig og sló mig í bakið og síðan í magann með krepptum hnefa,“ segir Lilja. Hún segist hafa hágrátið meðan á ofbeldinu stóð og eftir að bílstjórinn hafi skilað henni af sér við Landspítalann í Fossvogi.

„Ég var að fara á sáramiðstöðina og þaðan fór ég beint á slysavarðstofuna til þess að fá áverkavottorð,“ segir Lilja. Síðan hafi hún tilkynnt atvikið til Ferðaþjónustu fatlaðra. Þar var málið tekið föstum tökum.

„Við lítum málið mjög alvarlegum augum. Bílstjórinn var þegar settur í ótímabundið leyfi á meðan málið er rannsakað. Við erum að bíða eftir frekari gögnum, meðal annars áverkavottorði, og munum síðan taka ákvörðun um næstu skref þegar allar upplýsingar liggja fyrir,“ segir Erlendur Pálsson, sviðsstjóri farþegaþjónustu hjá Strætó bs. Erlendur segir að málið sé litið alvarlegum augum hjá fyrirtækinu og að starfsfólk sé miður sín vegna þess.

Talsvert hefur gengið á hjá ferðaþjónustunni það sem af er þessu ári. Í lok febrúar komu upp tvö alvarleg atvik þegar fatlaðir einstaklingar lentu í hremmingum hjá ferðaþjónustunni. Þann 23. febrúar síðastliðinn var stúlku með þroskahömlun ekið á rangt heimilisfang og hún skilin þar eftir. Móðir stúlkunnar var mjög ósátt við samskiptaleysi ferðaþjónustunnar við foreldra og í kjölfarið stigu fram fleiri foreldrar fatlaðra barna og sögðu svipaðar sögur.

Fimm dögum síðar greindi Fréttablaðið frá því að mikið fötluð kona hefði gleymst í bíl ferðaþjónustunnar þegar átti að skutla henni til vinnu. Bílstjórinn mun hafa farið heim í kaffipásu þegar uppgötvaðist að konan var ein og yfirgefin úti í bílnum. Það var sérstaklega alvarlegt því konan er mjög flogaveik og er af þeim sökum aldrei skilin eftir ein og eftirlitslaus í vinnunni.

Þessi röð atvika rifjar upp alvarlegt atvik sem kom upp í febrúar 2015 þegar 18 ára stúlka, sem lýst hafði verið eftir, fannst í bíl við heimili bílstjórans um kvöld. Þá hafði hún mátt dúsa þar í nokkrar klukkustundir. Það atvik vakti mjög hörð viðbrögð og var í kjölfarið var skipuð neyðarstjórn yfir ferðaþjónustu sem skilaði skýrslu um málið í mars 2015.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Öryggisverðir fylgja Bjarna hvert fótmál

Öryggisverðir fylgja Bjarna hvert fótmál
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Rúnar Hroði gefst ekki upp: „Ég ætla að fara með þetta alla leið“

Rúnar Hroði gefst ekki upp: „Ég ætla að fara með þetta alla leið“
Fréttir
Í gær

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Í gær

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mannbjörg varð þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga

Mannbjörg varð þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga