fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

Egill: Frelsið til byssueignar í Bandaríkjunum er algjör fjarstæða

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 15. febrúar 2018 11:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Egill Helgason fjölmiðlamaður segir frelsið til byssueignar í Bandaríkjum vera algjör fjarstæða í ljósi tíðra skotárása í skólum í Bandaríkjunum. Átta skotárásir hafa átt sér stað í skólum Vestanhafs þó aðeins séu liðnir 45 dagar af árinu en í gær létust 17 í skotárás í menntaskóla í Flórída.

Sjá einnig: Minnst 17 látnir í áttundu skólaskotárásinni á árinu

Egill segir í pistli á Eyjunni að ef þetta væru ekki skotárásir í skólum heldur hryðjuverk þá væri allt vitlaust: „Stjórnkerfið væri gjörsamlega komið á hvolf. Líklega væri búið að skerða borgaraleg réttindi talsvert. Kannski væri byrjað stríð á erlendri grund. En viðbrögð bandarískra stjórnmálamanna við fjöldamorðum í skólum eru helst þau að fólk eigi að fara með bænirnar sínar.“

Hann segir frelsið til byssueignar sem er stjórnarskrárvarið í Bandaríkjunum sé algjör fjarstæða: „Þegar stjórnarskráin var samin voru byssurnar framhlaðningar. Nú er um að ræða vopn sem geta drepið tugi manna á örskotsstundu. Og það hlýtur að vera ömurlegt fyrir foreldra að geta ekki verið vissir um öryggi barna í skólum andspænis slíku brjálæði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna
Fréttir
Í gær

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun