Fréttir

Minnst 17 látnir í áttundu skólaskotárásinni á árinu

Ari Brynjólfsson skrifar
Fimmtudaginn 15 febrúar 2018 11:12

Minnst 17 liggja í valnum eftir skotárás í menntaskóla í Flórída í Bandaríkjunum. Árásarmaðurinn er 19 ára karlmaður sem hafði verið rekinn úr skólanum. Hann reyndi að flýja af vettvangi en var fljótt handtekinn, hann er nú í varðhaldi.

Árásin í gær er sú mannskæðasta sem gerð hefur verið í skóla frá árásinni á Sandy Hook í Connecticut árið 2012 þar sem 26 létust. Skotárásin er sú áttunda í Bandaríkjunum sem gerð er í grunnskóla, menntaskóla eða háskóla frá áramótum og sú 291 frá árinu 2013.

Árásarmaðurinn Nikolas Cruz birti myndir af sér með vopn á Instagram.
Árásarmaðurinn Nikolas Cruz birti myndir af sér með vopn á Instagram.

Árásarmaðurinn í gær, hinn 19 ára Nikolas Cruz, kom í skólann kl. 14:30 að staðartíma, skaut þrjá fyrir utan skólann og gekk svo inn í bygginguna þar sem hann myrti 12 til viðbótar. Tvö fórnarlömb létust síðar á sjúkrahúsi. Samkvæmt BBC liggja þrír alvarlega særðir á sjúkrahúsi og aðrir þrír eru minna særðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 6 mínútum síðan
Minnst 17 látnir í áttundu skólaskotárásinni á árinu

Íslenski búningurinn kemst ekki á topp tíu yfir flottustu búninga HM

Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma síðan
Íslenski búningurinn kemst ekki á topp tíu yfir flottustu búninga HM

Konur láta reyna á ástarsambönd sín – Fá aðrar konur til að reyna við makana – Sérstakir Facebookhópar notaðir til að finna tálbeiturnar

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum síðan
Konur láta reyna á ástarsambönd sín – Fá aðrar konur til að reyna við makana – Sérstakir Facebookhópar notaðir til að finna tálbeiturnar

Réttarhöldum í danska kafbátsmálinu verður framhaldið í dag – Peter Madsen verður yfirheyrður í allan dag

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum síðan
Réttarhöldum í danska kafbátsmálinu verður framhaldið í dag – Peter Madsen verður yfirheyrður í allan dag

Það reyndist konu dýrt að deila upplýsingum úr líkamsræktarappi – Missti tryggingabætur fyrir vikið

Fréttir
í gær
Það reyndist konu dýrt að deila upplýsingum úr líkamsræktarappi – Missti tryggingabætur fyrir vikið

Þess vegna áttu alltaf að sitja við gluggann í flugvél

Fréttir
í gær
Þess vegna áttu alltaf að sitja við gluggann í flugvél

Tommy Lee hyggst kæra son sinn fyrir líkamsárásina

Fréttir
í gær
Tommy Lee hyggst kæra son sinn fyrir líkamsárásina

Birgir og Tyson drápu þvottabjörn á Reykjanesi í gær: Ekki vitað hvernig dýrið komst til landsins

Fréttir
í gær
Birgir og Tyson drápu þvottabjörn á Reykjanesi í gær: Ekki vitað hvernig dýrið komst til landsins

Sprengjuvargurinn í Texas þykir minna óhugnanlega mikið á hinn alræmda Ted Kaczynski

Mest lesið

Ekki missa af