Fréttir

Minnst 17 látnir í áttundu skólaskotárásinni á árinu

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 15. febrúar 2018 11:12

Minnst 17 liggja í valnum eftir skotárás í menntaskóla í Flórída í Bandaríkjunum. Árásarmaðurinn er 19 ára karlmaður sem hafði verið rekinn úr skólanum. Hann reyndi að flýja af vettvangi en var fljótt handtekinn, hann er nú í varðhaldi.

Árásin í gær er sú mannskæðasta sem gerð hefur verið í skóla frá árásinni á Sandy Hook í Connecticut árið 2012 þar sem 26 létust. Skotárásin er sú áttunda í Bandaríkjunum sem gerð er í grunnskóla, menntaskóla eða háskóla frá áramótum og sú 291 frá árinu 2013.

Árásarmaðurinn Nikolas Cruz birti myndir af sér með vopn á Instagram.
Árásarmaðurinn Nikolas Cruz birti myndir af sér með vopn á Instagram.

Árásarmaðurinn í gær, hinn 19 ára Nikolas Cruz, kom í skólann kl. 14:30 að staðartíma, skaut þrjá fyrir utan skólann og gekk svo inn í bygginguna þar sem hann myrti 12 til viðbótar. Tvö fórnarlömb létust síðar á sjúkrahúsi. Samkvæmt BBC liggja þrír alvarlega særðir á sjúkrahúsi og aðrir þrír eru minna særðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
í gær

Bill Murray missti af veislu hjá Guðna Th: „Get ég gert eitthvað annað skemmtilegt hérna?“

Bill Murray missti af veislu hjá Guðna Th: „Get ég gert eitthvað annað skemmtilegt hérna?“
Fréttir
í gær

Hver skrópar oftast á Alþingi og hver er neikvæðastur?

Hver skrópar oftast á Alþingi og hver er neikvæðastur?
Fréttir
í gær

Lítt þekkt ættartengsl: Íþróttafréttamaðurinn og rithöfundurinn

Lítt þekkt ættartengsl: Íþróttafréttamaðurinn og rithöfundurinn
Fréttir
í gær

Um 800 manns hafa framið sjálfsvíg á rúmum 20 árum

Um 800 manns hafa framið sjálfsvíg á rúmum 20 árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórarinn táraðist yfir einstakri afmælisgjöf – Stórafmælisgjöf bætti 18 ára missi

Þórarinn táraðist yfir einstakri afmælisgjöf – Stórafmælisgjöf bætti 18 ára missi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndband: Ari Eldjárn tók hræðilega vandræðalegt víkingaklapp í breskum gamanþætti

Myndband: Ari Eldjárn tók hræðilega vandræðalegt víkingaklapp í breskum gamanþætti
Fyrir 2 dögum

Hræðsla við Sósíalista

Hræðsla við Sósíalista
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskri konu dreymdi fyrir risastórum lottóvinningi

Íslenskri konu dreymdi fyrir risastórum lottóvinningi