fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Ferðamenn verða fyrir dularfullum heilaskaða á vinsælum ferðamannastað

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 5. febrúar 2018 18:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískir embættismenn og ferðamenn hafa undanfarna mánuði snúið heim aftur með dularfulla heilaskaða eftir dvöl á Kúbu. Meðal þess sem hrjáir fólkið er svimi, skert heyrn, höfuðverkur, svefnleysi og skert hugræn geta.

Fólkið heyrði dularfull hljóð áður en það fór að finna fyrir þessum óþægilegu einkennum. Frá því í lok september hafa 19 bandarískir ferðamenn komið heim aftur með þessi undarlegu einkenni og það sama á við um 24 starfsmenn bandaríska sendiráðsins á Kúbu. Samkvæmt frétt Fox News þá hafa rannsóknir lækna sýnt að heilar fólksins hafa tekið breytingum og það orðið fyrir heilaskaða.

Ekki er vitað hver ástæðan er en bandarísk yfirvöld grunar að kúbanska ríkisstjórnin standi á bak við þetta og hafi meðvitað ráðist á bandaríska ríkisborgara, hugsanlega með vírus. Bandaríkjastjórn hefur þó ekki gengið svo langt að saka stjórnvöld á Kúbu um þetta en Rex Tillerson, utanríkisráðherra, telur að stjórnvöld á Kúbu séu meðvituð um hvað veldur þessum dularfullu veikindum.

Í október vísuðu bandarísk stjórnvöld fjölda kúbverskra stjórnarerindreka úr landi þar sem Kúba hefði ekki getað verndað bandaríska stjórnarerindreka eins og kveðið er á um í Vínarsáttmálanum.

Alríkislögreglan FBI hefur rannsakað málið en hefur komist að þeirri niðurstöðu að heilaskaði fólksins sé ekki tilkominn vegna „hljóðárása“.

Bandarísk stjórnvöld vara ríkisborgara sína við að ferðast til Kúbu þar sem heilbrigði þeirra og öryggi geti verið ógnað þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dóttirin heyrði í skrímslum í herberginu sínu – Það reyndist ekki fjarri lagi

Dóttirin heyrði í skrímslum í herberginu sínu – Það reyndist ekki fjarri lagi
Fréttir
Í gær

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“
Fréttir
Í gær

Einar og Gestur hafa áhyggjur af eiginkonum sínum – Eins og martröð mánuðum saman

Einar og Gestur hafa áhyggjur af eiginkonum sínum – Eins og martröð mánuðum saman
Fréttir
Í gær

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karlar maka krókinn í bönkunum – Gríðarlegur kynjamunur á tekjuhæstu einstaklingum

Karlar maka krókinn í bönkunum – Gríðarlegur kynjamunur á tekjuhæstu einstaklingum